Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 21. nóvember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Karsdorp mætti ekki á æfingu hjá Roma
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Hollenski bakvörðurinn Rick Karsdorp hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir AS Roma.


Hann mætti ekki á æfingu liðsins í gær og er talinn vera þegar fluttur í burtu frá Róm eftir að stuðningsmenn félagsins biðu eftir honum fyrir utan heimili hans fyrr í nóvember.

Karsdorp er skúrkurinn í Róm eftir að Jose Mourinho kenndi honum um jafntefli Roma gegn Sassuolo og sagði hann vera alltof áhugalausan til að spila fyrir félagið.

Hinn 27 ára gamli Karsdorp á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Roma og mögulegt að félagið hleypi honum burt á lánssamningi ef ekkert kauptilboð berst.

Juventus er talið vera meðal áhugasamra félaga en Karsdorp á 122 leiki að baki hjá Roma, þar af 51 á síðustu leiktíð og 45 leiktíðina þar á undan.

Sjá einnig:
Mourinho: Karsdorp veit ástæðuna
Stuðningsmenn Roma biðu eftir Karsdorp fyrir utan heimili hans
Mourinho: Þessi ófaglegi leikmaður þarf að finna sér nýtt félag


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner