Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 21. nóvember 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Hvetur Leeds til að samþykkja tilboð Liverpool
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er að undirbúa 50 milljóna punda tilboð í Archie Gray, leikmann Leeds United, en fyrrum landsliðsmaður Skotlands hvetur Leeds til að samþykkja tilboðið.

Liverpool hefur haft auga á Gray á þessu tímabili en þessi 17 ára gamli leikmaður hefur slegið í gegn með B-deildarliðinu.

Miðjumaðurinn hefur komið við sögu í 17 leikjum í deild- og bikar, en nú berst Leeds fyrir því að halda honum.

Daily Mail greindi frá því á dögunum að Liverpool væri að undirbúa 50 milljóna punda tilboð í Gray.

Gray hefur spilað fyrir öll yngri landslið Englands en hann á einnig möguleika að spila með Skotum. Fótboltahæfileikarnir eru í ætt Archie, en faðir hans og afi spiluðu báðir með Leeds og skoska landsliðinu.

Frank McAvennie, fyrrum landsliðsmaður Skotlands, hvetur Leeds til að samþykkja tilboð Liverpool.

„Ég held að Leeds verði að selja hann. Takið peninginn en haldið honum áfram á láni. Hann er ekki að fara komast inn í Liverpool-liðið né lið Everton í augnablikinu.“

„Það er best fyrir alla. Það er langt þangað til tímabilið klárast og verðmiðinn gæti hækkað, en ef hann er ekki tilbúinn í úrvalsdeildina, þá geta þau félög sem hafa áhuga keypt hann og lánað hann til baka. Það er það sem ég myndi reyna að gera því þá ertu með pening fyrir janúargluggann. Þetta er borðliggjandi fyrir Leeds og Farke veit hvað hann getur gert við peninginn,“
sagði McAvennie
Athugasemdir
banner
banner
banner