Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. desember 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Sara Björk getur sent gömlu liðsfélagana í frí
Juventus mætir Lyon í Frakklandi
Juventus mætir Lyon í Frakklandi
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir fara fram í lokaumferðinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki en hæst ber að nefna leik Lyon og Juventus í C-riðli.

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Juventus heimsækja Lyon klukkan 17:45, en það er allt undir í þeim leik.

Juventus er með 8 stig í 3. sæti en Lyon í öðru sæti með 10 stig. Lyon er ríkjandi meistari í keppninni en Sara vonast til að geta sent gömlu liðsfélagana snemma í frí.

Glódís Perla Viggósdóttir verður þá í eldlínunni hjá Bayern München sem mætir Benfica. Bayern er komið áfram og þá á Benfica ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gæti snúið aftur á völlinn eftir erfið meiðsli.

Guðrún Arnardóttir mun þá spila með sænska liðinu Rosengård gegn Barcelona en spænska liðið er í efsta sæti riðilsins og er komið áfram eins og Bayern. Rosengård er án stiga.

Leikir dagsins:
17:45 Zurich - Arsenal
17:45 Lyon - Juventus
20:00 Bayern - SL Benfica
20:00 Barcelona - Rosengard
Athugasemdir
banner
banner