West Ham er að ganga frá kaupum á hollenska miðjumanninum Ezechiel Banzuzi.
Hann er aðeins 19 ára gamall og kemur til West Ham frá Leuven í Belgíu. Þar hefur hann spilað frá 2023 en hann kom þangað frá NAC Breda í heimalandinu.
Hann er aðeins 19 ára gamall og kemur til West Ham frá Leuven í Belgíu. Þar hefur hann spilað frá 2023 en hann kom þangað frá NAC Breda í heimalandinu.
Hann hefur spilað stórt hlutverk í Belgíu og er núna að færa sig um set til Englands.
Kaupverðið er um 13 milljónir punda en hann verður fyrsti leikmaður sem fær eftir að Graham Potter tók við stjórn liðsins.
Banzuzi, sem á að baki 25 leiki fyrir yngri landslið Hollands, mun fljúga til London á næsta sólarhring og gangast undir læknisskoðun áður en félagaskiptin verða staðfest.
Athugasemdir