Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jói Berg spilaði ekki - Breyttu marki í vítaspyrnu hinum megin
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
VAR tók stóra ákvörðun í leik Burnley og Bournemouth.
VAR tók stóra ákvörðun í leik Burnley og Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Sheffield United gerði jafntefli gegn Brighton. Hér er Chris Wilder, stjóri liðsins, að þakka stuðningsmönnum eftir leik.
Sheffield United gerði jafntefli gegn Brighton. Hér er Chris Wilder, stjóri liðsins, að þakka stuðningsmönnum eftir leik.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson var ónotaður varamaður þegar Burnley vann sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg byrjaði á bekknum og var það í fyrsta sinn sem hann er í hóp í ensku úrvalsdeildinni síðan á nýársdag. Meiðsli hafa leikið Jóhann grátt á tímabilinu og hefur hann aðeins komið við sögu í sjö deildarleikjum. Hann kom síðast við sögu í bikarleik gegn Peterborough 4. janúar síðastliðinn.

Það er vonandi að hann muni spila eitthvað á næstunni og byggja upp leikform því íslenska landsliðið á leik gegn Rúmeníu í umspili fyrir EM undir lok næsta mánaðar.

VAR fékk athygli í fyrsta leik dagsins og gerðist það líka í leikjunum sem hófust klukkan 15:00.

Í leik Burnley og Bournemouth, sem endaði með 3-0 sigri Burnley, gerðust mjög athyglisverðir hlutir tengdir VAR. Matej Vydra kom Burnley yfir á 53. mínútu, en nokkrum mínútum síðar jafnaði Bournemouth. Markið var hins vegar tekið vegna þess að VAR mat það sem svo að Adam Smith, varnarmaður Bournemouth, hefði handleikið boltann í vítateigum hinum megin.

Í staðinn fyrir að Bournemouth jafnaði leikinn þá Burnley vítaspyrnu á hinum enda vallarins. Jay Rodriguez fór á punktinn og skoraði. Dwight McNeil skoraði svo þriðja mark Burnley.

Atburðinn í heild sinni má sjá hérna.

Burnley er eftir sigurinn á Bournemouth komið upp í áttunda sæti, einu stigi frá Manchester United. Bournemouth er aftur á móti í 16. sæti, tveimur stigum frá fallsæti.

Sheffield United missteig sig í Meistaradeildarbaráttunni
Fyrir tímabil hefði kannski ekki verið hægt að tala um að Sheffield United væri að misstíga sig með jafntefli á heimavelli gegn Brighton. Það er hins vegar hægt núna eftir stórkostlegt gengi liðsins á tímabilinu.

Enda Stevens kom Sheffield United yfir um miðbik fyrri hálfleiks með stórkostlegu skoti vinstra megin í teignum. Neal Maupay jafnaði hins vegar fyrir Brighton stuttu síðar.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Sheffield United er í sjötta sæti með 40 stig og Brighton í 15. sæti með 28. Möguleiki er að fimmta sætið gefi Meistaradeildarsæti út af banni Manchester City.

Þá lagði Crystal Palace lið Newcastle að velli, 1-0. Palace er í 12. sæti og Newcastle í 14. sæti. Southampton er svo þar á milli í 13. sæti eftir góðan sigur á Aston Villa á heimavelli. Jack Grealish og félagar í Aston Villa eru einu stigi frá fallsvæðinu.

Burnley 3 - 0 Bournemouth
1-0 Matej Vydra ('53 )
2-0 Jay Rodriguez ('61 , víti)
3-0 Dwight McNeil ('87 )

Crystal Palace 1 - 0 Newcastle
1-0 Patrick van Aanholt ('45 )

Sheffield Utd 1 - 1 Brighton
1-0 Enda Stevens ('26 )
1-1 Neal Maupay ('30 )

Southampton 1 - 0 Aston Villa
1-0 Shane Long ('8 )

Klukkan 17:30 hefst leikur Leicester og Man City. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner