Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 22. febrúar 2020 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jói Berg spilaði ekki - Breyttu marki í vítaspyrnu hinum megin
Jóhann Berg Guðmundsson var ónotaður varamaður þegar Burnley vann sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg byrjaði á bekknum og var það í fyrsta sinn sem hann er í hóp í ensku úrvalsdeildinni síðan á nýársdag. Meiðsli hafa leikið Jóhann grátt á tímabilinu og hefur hann aðeins komið við sögu í sjö deildarleikjum. Hann kom síðast við sögu í bikarleik gegn Peterborough 4. janúar síðastliðinn.

Það er vonandi að hann muni spila eitthvað á næstunni og byggja upp leikform því íslenska landsliðið á leik gegn Rúmeníu í umspili fyrir EM undir lok næsta mánaðar.

VAR fékk athygli í fyrsta leik dagsins og gerðist það líka í leikjunum sem hófust klukkan 15:00.

Í leik Burnley og Bournemouth, sem endaði með 3-0 sigri Burnley, gerðust mjög athyglisverðir hlutir tengdir VAR. Matej Vydra kom Burnley yfir á 53. mínútu, en nokkrum mínútum síðar jafnaði Bournemouth. Markið var hins vegar tekið vegna þess að VAR mat það sem svo að Adam Smith, varnarmaður Bournemouth, hefði handleikið boltann í vítateigum hinum megin.

Í staðinn fyrir að Bournemouth jafnaði leikinn þá Burnley vítaspyrnu á hinum enda vallarins. Jay Rodriguez fór á punktinn og skoraði. Dwight McNeil skoraði svo þriðja mark Burnley.

Atburðinn í heild sinni má sjá hérna.

Burnley er eftir sigurinn á Bournemouth komið upp í áttunda sæti, einu stigi frá Manchester United. Bournemouth er aftur á móti í 16. sæti, tveimur stigum frá fallsæti.

Sheffield United missteig sig í Meistaradeildarbaráttunni
Fyrir tímabil hefði kannski ekki verið hægt að tala um að Sheffield United væri að misstíga sig með jafntefli á heimavelli gegn Brighton. Það er hins vegar hægt núna eftir stórkostlegt gengi liðsins á tímabilinu.

Enda Stevens kom Sheffield United yfir um miðbik fyrri hálfleiks með stórkostlegu skoti vinstra megin í teignum. Neal Maupay jafnaði hins vegar fyrir Brighton stuttu síðar.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Sheffield United er í sjötta sæti með 40 stig og Brighton í 15. sæti með 28. Möguleiki er að fimmta sætið gefi Meistaradeildarsæti út af banni Manchester City.

Þá lagði Crystal Palace lið Newcastle að velli, 1-0. Palace er í 12. sæti og Newcastle í 14. sæti. Southampton er svo þar á milli í 13. sæti eftir góðan sigur á Aston Villa á heimavelli. Jack Grealish og félagar í Aston Villa eru einu stigi frá fallsvæðinu.

Burnley 3 - 0 Bournemouth
1-0 Matej Vydra ('53 )
2-0 Jay Rodriguez ('61 , víti)
3-0 Dwight McNeil ('87 )

Crystal Palace 1 - 0 Newcastle
1-0 Patrick van Aanholt ('45 )

Sheffield Utd 1 - 1 Brighton
1-0 Enda Stevens ('26 )
1-1 Neal Maupay ('30 )

Southampton 1 - 0 Aston Villa
1-0 Shane Long ('8 )

Klukkan 17:30 hefst leikur Leicester og Man City. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner