mið 22. mars 2023 17:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besiktas ekkert heyrt af Alli - „Vonandi lenti hann ekki í slysi"
Mynd: EPA

Dele Alli leikmaður Everton er á láni hjá tyrkneska liðinu Besiktas út þetta tímabil. Það hefur ekki gengið eins og hann hefði vonast eftir.


Alli gekk til liðs við Everton eftir erfiða tíma hjá Tottenham en hann var eitt sinn talinn mjög efnilegur. Hann spilaði 13 leiki fyrir Everton og skoraði ekki eitt mark.

Frank Lampard þáverandi stjóri liðsins tjáði honum að hann væri ekki í plönum hans og hann mætti fara. Besiktas varð fyrir valinu og honum var tekið gríðarlega vel við komuna til Tyrklands.

Nú eftir 15 leiki og 3 mörk hefur stjóri Besiktas tekið hann úr liðinu. Hann fékk frí frá æfingum í einhvern tíma en nú hefur Besiktas reynt að ná á honum án árangurs.

„Dele Alli gat ekki komið í þetta sinn, það er rigning, kannski komst hann ekki þess vegna. Við erum að reyna heyra í honum. Við náðum ekki í hann í síma, vonandi lenti hann ekki í slysi," sagði Senol Gunes stjóri Besiktas.


Athugasemdir
banner
banner