Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. mars 2023 12:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U17 og U19 hefja leik í millriðlum - Daníel Tristan og Hlynur fyrirliðar
Daníel Tristan Guðjohnsen er fyrirliði hjá U17 landsliðinu.
Daníel Tristan Guðjohnsen er fyrirliði hjá U17 landsliðinu.
Mynd: Malmö
U17 og U19 landslið karla hefja í dag leik í milliriðlum undankeppni EM 2023.

U17 karla mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum í riðlinum og hefst hann eftir stutta stund, klukkan 13:00 að íslenskum tíma. Ísland mætir einnig Wales og Skotlandi í riðlinum.

U19 karla mætir Tyrklandi í sínum fyrsta leik og hefst hann klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Með þeim í riðli eru einnig England og Ungverjaland.

Búið er að opinbera byrjunarlið Íslands fyrir báða þessa leiki og má sjá þau hér að neðan.

Daníel Tristan Guðjohnsen, leikmaður Malmö í Svíþjóð, er fyrirliði hjá U17 landsliðinu og Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Vals, er fyrirliði U19 landsliðsins. Það er frábært fyrir U19 landsliðið að Orri Steinn Óskarsson og Kristian Nökkvi Hlynsson séu með liðinu í þessum mikilvægu leikjum en þeir eru báðir komnir með fína reynslu úr U21.

Hægt er að fylgjast með U17 í beinni textalýsingu með því að smella hérna og hægt er að fylgjast með U19 hérna.



Athugasemdir
banner
banner