Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
   fim 21. mars 2024 23:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Ingvi: Ætlum að skoða þetta betur upp á hóteli
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vöknum þegar þeir skora 1-0 markið. Við skorum tvö fljót mörk sem breyta leiknum," sagði Arnór Ingvi Traustason eftir 4-1 sigur gegn Ísrael í kvöld.

Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu eftir þennan frábæra sigur.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

Arnór Ingvi gerði virkilega flott mark og sá hann til þess að Ísland fór með forystuna inn í hálfleikinn. Arnór segir að staðan sé vonandi góð á sér eftir leikinn.

„Ég fékk aðeins aftan í lærið en ég er vonandi góður, og vonandi ekki tognaður. Við ætlum að skoða þetta betur upp á hóteli."

Arnór hefur reynslu af því að spila á stórmóti og vonast hann til að gera það aftur í sumar.

„Ójá, ég er meira en klár," sagði Arnór.
Athugasemdir