Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
   lau 22. mars 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
England: Arsenal rúllaði yfir Liverpool
Mynd: EPA
Mynd: Arsenal
Það fóru tveir leikir fram í efstu deild kvenna á Englandi í dag, þar sem Everton og Arsenal skópu þægilega sigra á heimavelli.

Arsenal rúllaði yfir Liverpool og er þetta fimmti sigur liðsins í röð í deildinni. Arsenal er í öðru sæti, fimm stigum á eftir toppliði Chelsea sem er enn taplaust og á leik til góða.

Arsenal sigraði leikinn 4-0 en leikmenn liðsins skoruðu aðeins tvö mörk. Varnarjaxlinn Jasmine Matthews sá um að skora tvö sjálfsmörk í leiknum og endaði markahæst. Mariona Caldentey skoraði glæsimark.

Liverpool siglir lygnan sjó í sjötta sæti, með 21 stig eftir 17 umferðir.

Everton er þá komið með 19 stig eftir sigurinn í dag, gegn botnliði Crystal Palace.

Palace er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni þar sem aðeins eitt lið fellur niður á hverju tímabili. Palace er með 9 stig eftir 17 umferðir, einu stigi á eftir Aston Villa sem er með talsvert betri markatölu.

Til gamans má geta að eiginmaður Rikke Madsen fór á hnén á miðjum velli og bað hennar eftir sigurinn gegn Palace. Hún svaraði játandi.

Arsenal 4 - 0 Liverpool
1-0 Caitlin Foord ('28)
2-0 Jasmine Matthews ('29, sjálfsmark)
3-0 Mariona Caldentey ('44)
4-0 Jasmine Matthews ('69, sjálfsmark)

Everton 3 - 0 Crystal Palace
Athugasemdir
banner
banner
banner