Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
   lau 22. mars 2025 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Gunnar Vatnhamar skoraði í tapi gegn Tékkum
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu leikjum kvöldsins er lokið í undankeppni fyrir HM þar sem þrír leikir fóru fram í Evrópu og tveir í Afríku.

Tékkland, Wales og Ísrael unnu leiki sína á heimavelli gegn Færeyjum, Eistlandi og Kasakstan.

Patrick Schick skoraði fyrsta mark leiksins er Tékkar lögðu Færeyinga að velli. Tékkar hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik ef ekki fyrir laglega tilburði Bardur Reynatrod á milli stanganna.

Síðari hálfleikurinn var talsvert jafnari þar sem var lítið um færi og tókst Gunnar Vatnhamar, leikmanni Víkings R., að jafna metin með skalla eftir hornspyrnu.

Gleði Færeyinga var þó skammlíf því Schick gerði sigurmark heimamanna skömmu síðar. Lokatölur 2-1.

Ben Davies lagði upp fyrir Daniel James og skoraði síðan í 2-1 sigri Wales gegn Kasakstan. Heimamenn voru sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurinn.

Ísrael lenti svo undir gegn Eistlandi en tókst að snúa stöðunni við og sigra viðureignina sanngjarnt. Ísraelar voru talsvert sterkari er liðin mættust í Ungverjalandi í kvöld.

Í Afríku gerðu Tógó og Máritanía 2-2 jafntefli áður en Súdan tók á móti stjörnum prýddu liði Senegal í toppslag.

Senegal var sterkari aðilinn en tókst ekki að skora svo lokatölur urðu 0-0. Senegal er í þriðja sæti riðilsins, með 9 stig eftir 5 umferðir.

Austur-Kongó er í öðru sæti með 10 stig og vermir Súdan toppsætið með 11 stig. Toppliðið fer beint á HM.

Edouard Mendy, Kalidou Koulibaly, Idrissa Gueye, Ismaila Sarr og Sadio Mané voru meðal byrjunarliðsmanna í ógnarsterku liði Senegal, sem tókst þó ekki að skora. Pape Matar Sarr kom inn af bekknum.

Tékkland 1 - 0 Færeyjar
1-0 Patrick Schick ('25)
1-1 Gunnar Vatnhamar ('83)
2-1 Patrick Schick ('85)

Ísrael 2 - 1 Eistland
0-1 Maksim Paskotsi ('10)
1-1 Karl Hein ('23, sjálfsmark)
2-1 Eli Dasa ('76)
Rautt spjald: Markus Soomets, Eistland ('87)

Wales 2 - 1 Kasakstan
1-0 Daniel James ('9)
2-0 Askhat Tagybergen ('32, víti)
2-1 Ben Davies ('47)

Tógó 2 - 2 Máritanía

Súdan 0 - 0 Senegal

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner