Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. apríl 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markvörður Leiknis meiddist illa - Spurði hvort hann hefði varið
Danny El-Hage.
Danny El-Hage.
Mynd: Raggi Óla
Danny El-Hage, markvörður Leiknis Fáskrúðsfirði, meiddist í æfingaleik gegn Hetti/Hugin síðasta laugardag og verður frá næstu mánuðina.

Fram kemur í tilkynningu Leiknis að hann gæti misst af öllu tímabilinu.

„Hann marg kjálkabrotnaði og í aðgerð síðastliðinn sunnudag voru settar í hann tvær stálplötur og átta skrúfur. Honum heilsast þó furðu vel og er grjótharður á að koma enn öflugri til baka sem allra fyrst," segir í tilkynningunni.

„Leikurinn var flautaður af á 65 mínútu eftir atvikið en þá var staðan 4-0 fyrir okkar menn. Danny spurði liggjandi á vellinum með kjálkabeinið standandi út úr annarri kinninni hvort hann hefði ekki varið - sem hann vissulega gerði."

Danny, sem er af pólsku og líbanonsku bergi brotinn, lék með liðinu á síðasta tímabili og spilaði þá níu leiki í Lengjudeildinni.

Það er því spurning hver verður í markinu hjá Leikni í 2. deild karla í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner