Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mán 22. apríl 2024 12:36
Elvar Geir Magnússon
Chelsea verður án síns langbesta leikmanns gegn Arsenal
Cole Palmer.
Cole Palmer.
Mynd: EPA
Nicolas Jackson.
Nicolas Jackson.
Mynd: Getty Images
Thiago Silva.
Thiago Silva.
Mynd: EPA
Það verður stórleikur í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld þegar Arsenal og Chelsea eigast við. Arsenal er í harðri baráttu um enska meistaratitilinn.

Stuðningsmenn Arsenal eru ánægðir með að Chelsea verður að öllum líkindum án síns langbesta leikmanns á tímabilinu, Cole Palmer sem hefur raðað inn mörkum.

Palmer er veikur og gat ekki æft með Chelsea í dag. Mauricio Pochettino stjóri liðsins býst ekki við því að hann geti spilað annað kvöld.

„Ég tel að Palmer geti ekki tekið þátt í leiknum. Við sjáum stöðuna á morgun en í dag reikna ég ekki með honum. Þrátt fyrir að hann verði mögulega orðinn betri á morgun þá verður hann kannski ekki í ástandi til að spila," segir Pochettino.

„Hvort sem við verðum með hann eða án hans þá teljum við okkur geta unnið þennan leik. Að sjálfsögðu er hann frábær leikmaður og staðið sig stórkostlega en þetta snýst um liðsheildina."

Malo Gusto og Ben Chilwell eru að glíma við meiðsli og gátu heldur ekki æft í dag.

Jackson er að gera ótrúlega góða hluti
Nicolas Jackson fór illa með góð tækifæri um helgina þegar Chelsea tapaði gegn Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins.

„Fyrsta tímabilið er alltaf krefjandi fyrir leikmenn, sérstaklega sóknarmenn sem þurfa að standa sig og skora mörk. Það er gerð krafa um að hann skori með hverri snertingu. Hann er okkar aðalsóknarmaður, okkar eini sóknarmaður sem er heill," segir Pochettino.

„Jackson er að gera ótrúlega góða hluti fyrir liðið, hleypur, skorar og á stoðsendingar. Hann er ungur leikmaður sem kom úr spænsku deildinni og hefur staðið sig vel. Hann er með allan minn stuðning, jafnvel þó hann skori ekki alltaf. Hann verður klárlega betri á næsta tímabili. Hann verður bara að halda áfram."

Ekki tímapunktur til að ræða framtíð Silva
Thiago Silva, hinn reynslumikli brasilíski miðvörður, verður samningslaus í sumar. Silva verður 40 ára í september.

„Eftir leikinn um helgina sagði hann að það væri ekki rétti tímapunkturinn til að ræða málin. Þegar hann vill ræða málin þá verður það gert. Sem stendur eru ekki viðræður í gangi, við vorum að spila undanúrslitaleik og stefnum á að enda eins ofarlega í deildinni og mögulegt er," segir Pochettino.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner