Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. apríl 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrir af hverju Fífan er kölluð Portúgal
Fífan.
Fífan.
Mynd: Aðsend
Kári elskar hitann.
Kári elskar hitann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Augnablik tekur á móti Stjörnunni á miðvikudagskvöld í Fífunni. Liðin eru að mætast í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Blikar hafa talað um Portúgal í aðdraganda leiksins en þeir nota það nafn yfir Fífuna. En af hverju?

Lestu um leikinn: Augnablik 1 -  2 Stjarnan

„Við köllum þetta Portúgal af því að Kári Ársæls mætir oft svona tveimur tímum í leik. Fyrsta sem hann gerir er að loka öllum hurðum í Fífunni og býr með því til mikinn hita þar inni."

„Ég veit ekki hversu oft ég hef lent í því að vera spila á heitum júnídegi inni í Fífu og andstæðingurinn er að tala um það í miðjum leik hvað það sé heitt í Fífunni. Í hálfleik fara svo bara andstæðingarnir út til að fá sér ferskt loft. Við elskum þetta, elskum að spila í góðum hita inni í Portúgal."

„Kári er mikið fyrir hitann. Hann er búinn að taka sig mikið á núna, er kominn í sturlað stand, greinilega búinn að vera mikið í góðum hita inni í World Class sölum,"
sagði Arnar Laufdal Arnarsson leikmaður Augnabliks við Fótbolta.net í síðustu viku.

Umræddur Kári Ársælsson er 38 ára gamall reynslubolti sem var á sínum tíma fyrirliði Breiðabliks.
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Athugasemdir
banner
banner
banner