Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mán 15. apríl 2024 15:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Eysteinn Þorri.
Eysteinn Þorri.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sindri Þór Ingimarsson er fyrrum leikmaður Augnabliks og spilar í dag með Stjörnunni.
Sindri Þór Ingimarsson er fyrrum leikmaður Augnabliks og spilar í dag með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okkur líst mjög vel á þennan drátt, algjör draumadráttur fyrir okkur. Það er mikil saga á milli Jökuls og Augnabliks og auðvitað Sindra Ingimars (leikmanns Stjörnunnar), það verður bara gaman að fá þá í Portúgal (Fífuna). Það voru kannski skiptar skoðanir innan leikmannahópsins hvað við vildum úr drættinum, en ef það átti að vera eitthvað Bestu deildarlið þá Stjarnan eða Breiðablik. Ég hefði alveg verið til í Hafnir (úr 5. deild) heima," sagði Eysteinn Þorri Björgvinsson, leikmaður Augnabliks, við Fótbolta.net í dag.

Augnablik tekur á móti Stjörnunni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er fyrrum þjálfari Augnabliks.

„Það er geggjað að fara mæta Jökli, Jölli er alltaf Jölli í Portúgal. Við þekkjum hann ágætlega, þekkjum hvernig hann vill spila. Við erum með þjálfara sem er hálfgerður lærisonur Jökuls þannig þetta verða bara tvö lið sem ætla að spila boltanum meðfram jörðinni og spila geggjaðan fótbolta. Ég held það sé bara snilld."

„Við erum ekki að fara bakka frá okkar gildum, við spilum alltaf út frá marki, spilum meðfram jörðinni, svipað og Jökull vill spila með Stjörnunni. Þeir munu líklega gera það sama á móti okkur. Þetta verður bara geggjaður leikur held ég."


Eysteinn ræðir um markmið sumarsins og tenginguna við Breiðablik í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst. Augnablik er í 3. deild og Stjarnan er í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner