Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mán 15. apríl 2024 15:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Eysteinn Þorri.
Eysteinn Þorri.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sindri Þór Ingimarsson er fyrrum leikmaður Augnabliks og spilar í dag með Stjörnunni.
Sindri Þór Ingimarsson er fyrrum leikmaður Augnabliks og spilar í dag með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okkur líst mjög vel á þennan drátt, algjör draumadráttur fyrir okkur. Það er mikil saga á milli Jökuls og Augnabliks og auðvitað Sindra Ingimars (leikmanns Stjörnunnar), það verður bara gaman að fá þá í Portúgal (Fífuna). Það voru kannski skiptar skoðanir innan leikmannahópsins hvað við vildum úr drættinum, en ef það átti að vera eitthvað Bestu deildarlið þá Stjarnan eða Breiðablik. Ég hefði alveg verið til í Hafnir (úr 5. deild) heima," sagði Eysteinn Þorri Björgvinsson, leikmaður Augnabliks, við Fótbolta.net í dag.

Augnablik tekur á móti Stjörnunni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er fyrrum þjálfari Augnabliks.

„Það er geggjað að fara mæta Jökli, Jölli er alltaf Jölli í Portúgal. Við þekkjum hann ágætlega, þekkjum hvernig hann vill spila. Við erum með þjálfara sem er hálfgerður lærisonur Jökuls þannig þetta verða bara tvö lið sem ætla að spila boltanum meðfram jörðinni og spila geggjaðan fótbolta. Ég held það sé bara snilld."

„Við erum ekki að fara bakka frá okkar gildum, við spilum alltaf út frá marki, spilum meðfram jörðinni, svipað og Jökull vill spila með Stjörnunni. Þeir munu líklega gera það sama á móti okkur. Þetta verður bara geggjaður leikur held ég."


Eysteinn ræðir um markmið sumarsins og tenginguna við Breiðablik í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst. Augnablik er í 3. deild og Stjarnan er í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner