Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 15. apríl 2024 15:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Eysteinn Þorri.
Eysteinn Þorri.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sindri Þór Ingimarsson er fyrrum leikmaður Augnabliks og spilar í dag með Stjörnunni.
Sindri Þór Ingimarsson er fyrrum leikmaður Augnabliks og spilar í dag með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okkur líst mjög vel á þennan drátt, algjör draumadráttur fyrir okkur. Það er mikil saga á milli Jökuls og Augnabliks og auðvitað Sindra Ingimars (leikmanns Stjörnunnar), það verður bara gaman að fá þá í Portúgal (Fífuna). Það voru kannski skiptar skoðanir innan leikmannahópsins hvað við vildum úr drættinum, en ef það átti að vera eitthvað Bestu deildarlið þá Stjarnan eða Breiðablik. Ég hefði alveg verið til í Hafnir (úr 5. deild) heima," sagði Eysteinn Þorri Björgvinsson, leikmaður Augnabliks, við Fótbolta.net í dag.

Augnablik tekur á móti Stjörnunni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er fyrrum þjálfari Augnabliks.

„Það er geggjað að fara mæta Jökli, Jölli er alltaf Jölli í Portúgal. Við þekkjum hann ágætlega, þekkjum hvernig hann vill spila. Við erum með þjálfara sem er hálfgerður lærisonur Jökuls þannig þetta verða bara tvö lið sem ætla að spila boltanum meðfram jörðinni og spila geggjaðan fótbolta. Ég held það sé bara snilld."

„Við erum ekki að fara bakka frá okkar gildum, við spilum alltaf út frá marki, spilum meðfram jörðinni, svipað og Jökull vill spila með Stjörnunni. Þeir munu líklega gera það sama á móti okkur. Þetta verður bara geggjaður leikur held ég."


Eysteinn ræðir um markmið sumarsins og tenginguna við Breiðablik í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst. Augnablik er í 3. deild og Stjarnan er í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner