Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 22. apríl 2024 20:57
Hafliði Breiðfjörð
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Kvenaboltinn
Vigdís Lilja.
Vigdís Lilja.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var geggjaður leikur í dag og geggjað veður," sagði Vigdís Lilja Kristjánsdóttir eftir sigur Breiðabliks á Keflavík í 1. umferð Bestu-deildar kvenna í dag, 3-0.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Mér fannst þetta byrja erfiðlega en við unnum okkur í gegnum það og spiluðum vel restina af leiknum," hélt hún áfram en fannst henni Keflavíkurliðið betra en hún átti von á?

„Já, þær komu af mjög miklum krafti inn í leikinn og sýndu mjög mikinn hraða fram á við. Mér fannst þær flottar."

Vigdís Edda skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í dag en hún spilaði í framlínunni.

„Það er geggjað að byrja sumarið vel, ég ætla að gera það sem ég get í sumar og stefnan er að fá að spila frammi og setja eins mörg mörk og ég get," sagði hún en er hún að hugsa um gullskó?

„Kannski svolítið, afhverju ekki?" sagði hún.

Frekar er rætt við Vigdísi í spilaranum að ofan en þar ræðir hún breytingarnar á liðinu og segir:

„Mér finnst margar mjög flottar hafa komið inn í liðið síðan í fyrra, við erum líka búnar að missa góða leikmenn en þær sem koma í staðinn góðar líka."

Nik Chamberlain tók við liðinu í vetur. Vigdís er ánægð með hann.

„Mér finnst hann geggjaður. Það eru settar kröfur á mig og ef ég geri mistök þá er bara áfram, áfram, áfram, sama hvað. Hann er kröfuharður en sanngjarn."
Athugasemdir
banner
banner