Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
   mán 22. apríl 2024 20:57
Hafliði Breiðfjörð
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Kvenaboltinn
Vigdís Lilja.
Vigdís Lilja.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var geggjaður leikur í dag og geggjað veður," sagði Vigdís Lilja Kristjánsdóttir eftir sigur Breiðabliks á Keflavík í 1. umferð Bestu-deildar kvenna í dag, 3-0.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Mér fannst þetta byrja erfiðlega en við unnum okkur í gegnum það og spiluðum vel restina af leiknum," hélt hún áfram en fannst henni Keflavíkurliðið betra en hún átti von á?

„Já, þær komu af mjög miklum krafti inn í leikinn og sýndu mjög mikinn hraða fram á við. Mér fannst þær flottar."

Vigdís Edda skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í dag en hún spilaði í framlínunni.

„Það er geggjað að byrja sumarið vel, ég ætla að gera það sem ég get í sumar og stefnan er að fá að spila frammi og setja eins mörg mörk og ég get," sagði hún en er hún að hugsa um gullskó?

„Kannski svolítið, afhverju ekki?" sagði hún.

Frekar er rætt við Vigdísi í spilaranum að ofan en þar ræðir hún breytingarnar á liðinu og segir:

„Mér finnst margar mjög flottar hafa komið inn í liðið síðan í fyrra, við erum líka búnar að missa góða leikmenn en þær sem koma í staðinn góðar líka."

Nik Chamberlain tók við liðinu í vetur. Vigdís er ánægð með hann.

„Mér finnst hann geggjaður. Það eru settar kröfur á mig og ef ég geri mistök þá er bara áfram, áfram, áfram, sama hvað. Hann er kröfuharður en sanngjarn."
Athugasemdir