Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mán 22. apríl 2024 13:11
Elvar Geir Magnússon
West Ham sagt vilja ráða Lopetegui
Julen Lopetegui.
Julen Lopetegui.
Mynd: EPA
La Gazzetta dello Sport segir að West Ham vilji ráða Julen Lopetegui sem nýjan stjóra í sumar.

Framtíð David Moyes er í umræðu en Lopetegui hefur einnig verið orðaður við AC Milan og er sagður hafa fundað með eiganda ítalska félagsins.

Leiðir Milan og Stefano Pioli munu skilja í lok tímabilsins og Lopetegui virðist efstur á óskalistanum. Paulo Fonseca, fyrrum stjóri Roma, hefur einnig verið orðaður við Milan.

Á ferli sínum hefur Lopetegui stýrt spænska landsliðinu, Porto, Sevilla og Wolves. Þá var hann um stutt skeið stjóri Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner