Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   þri 22. apríl 2025 21:27
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Nik er sáttur við hugarfar síns liðs.
Nik er sáttur við hugarfar síns liðs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf erfitt að koma hingað og við sýndum frábært hugarfar að koma til baka. Stundum ganga hlutirnir ekki og þá þarf að vinna hart að sér. Ég er ánægður með ungu stelpurnar að koma inn á og gera eitthvað. Á öðrum degi hefðum við ekki sótt nein stig í þessum leik,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli gegn Þrótti í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Breiðablik

Stelpurnar hans Nik voru í vandræðum með Þróttarana mest allan leikinn en fundu á endanum leið til þess að sækja jöfnunarmarkið og fara því af AVIS-vellinum með eitt stig.

„Ég er sáttur með hugarfarið. Eftir að við lendum 2-0 undir gáfumst við ekki upp. Við erum frábær hópur og unnum deildina í fyrra, enginn tekur áreynsluleg þrjú stig gegn okkur. Heppnin var ekki með okkur í dag og mér fannst nokkrar ákvarðanir dómarans vafasamar.“

Nik talar um að nokkrar ákvarðanir dómarans hafi verið vafasamar. Hann er ekki sáttur með vítið sem Samantha Smith fékk dæmt á sig í upphafi leiks en dómari leiksins mat það sem svo að Samantha hefði fengið boltann í höndina.

„Maður heyrir á hljóðinu að þetta fer í ennið á henni. Ég held hann bregðist bara við köllunum á vellinum. Þetta er eins og það er.“

Barbara Sól Gísladóttir fór meidd af velli eftir að hafa fengið fast skot í hendina. Nik hefur ekki góðar fregnir að færa af henni.

„Þetta er að öllum líkindum úlnliðsbrot. Þetta var rosalegt skot og því miður er þetta líklega úlnliðsbrot“
Athugasemdir
banner
banner