Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   þri 22. apríl 2025 21:27
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Nik er sáttur við hugarfar síns liðs.
Nik er sáttur við hugarfar síns liðs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf erfitt að koma hingað og við sýndum frábært hugarfar að koma til baka. Stundum ganga hlutirnir ekki og þá þarf að vinna hart að sér. Ég er ánægður með ungu stelpurnar að koma inn á og gera eitthvað. Á öðrum degi hefðum við ekki sótt nein stig í þessum leik,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli gegn Þrótti í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Breiðablik

Stelpurnar hans Nik voru í vandræðum með Þróttarana mest allan leikinn en fundu á endanum leið til þess að sækja jöfnunarmarkið og fara því af AVIS-vellinum með eitt stig.

„Ég er sáttur með hugarfarið. Eftir að við lendum 2-0 undir gáfumst við ekki upp. Við erum frábær hópur og unnum deildina í fyrra, enginn tekur áreynsluleg þrjú stig gegn okkur. Heppnin var ekki með okkur í dag og mér fannst nokkrar ákvarðanir dómarans vafasamar.“

Nik talar um að nokkrar ákvarðanir dómarans hafi verið vafasamar. Hann er ekki sáttur með vítið sem Samantha Smith fékk dæmt á sig í upphafi leiks en dómari leiksins mat það sem svo að Samantha hefði fengið boltann í höndina.

„Maður heyrir á hljóðinu að þetta fer í ennið á henni. Ég held hann bregðist bara við köllunum á vellinum. Þetta er eins og það er.“

Barbara Sól Gísladóttir fór meidd af velli eftir að hafa fengið fast skot í hendina. Nik hefur ekki góðar fregnir að færa af henni.

„Þetta er að öllum líkindum úlnliðsbrot. Þetta var rosalegt skot og því miður er þetta líklega úlnliðsbrot“
Athugasemdir
banner
banner