Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   þri 22. apríl 2025 21:27
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Nik er sáttur við hugarfar síns liðs.
Nik er sáttur við hugarfar síns liðs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf erfitt að koma hingað og við sýndum frábært hugarfar að koma til baka. Stundum ganga hlutirnir ekki og þá þarf að vinna hart að sér. Ég er ánægður með ungu stelpurnar að koma inn á og gera eitthvað. Á öðrum degi hefðum við ekki sótt nein stig í þessum leik,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli gegn Þrótti í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Breiðablik

Stelpurnar hans Nik voru í vandræðum með Þróttarana mest allan leikinn en fundu á endanum leið til þess að sækja jöfnunarmarkið og fara því af AVIS-vellinum með eitt stig.

„Ég er sáttur með hugarfarið. Eftir að við lendum 2-0 undir gáfumst við ekki upp. Við erum frábær hópur og unnum deildina í fyrra, enginn tekur áreynsluleg þrjú stig gegn okkur. Heppnin var ekki með okkur í dag og mér fannst nokkrar ákvarðanir dómarans vafasamar.“

Nik talar um að nokkrar ákvarðanir dómarans hafi verið vafasamar. Hann er ekki sáttur með vítið sem Samantha Smith fékk dæmt á sig í upphafi leiks en dómari leiksins mat það sem svo að Samantha hefði fengið boltann í höndina.

„Maður heyrir á hljóðinu að þetta fer í ennið á henni. Ég held hann bregðist bara við köllunum á vellinum. Þetta er eins og það er.“

Barbara Sól Gísladóttir fór meidd af velli eftir að hafa fengið fast skot í hendina. Nik hefur ekki góðar fregnir að færa af henni.

„Þetta er að öllum líkindum úlnliðsbrot. Þetta var rosalegt skot og því miður er þetta líklega úlnliðsbrot“
Athugasemdir
banner
banner