Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   þri 22. apríl 2025 21:27
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Nik er sáttur við hugarfar síns liðs.
Nik er sáttur við hugarfar síns liðs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf erfitt að koma hingað og við sýndum frábært hugarfar að koma til baka. Stundum ganga hlutirnir ekki og þá þarf að vinna hart að sér. Ég er ánægður með ungu stelpurnar að koma inn á og gera eitthvað. Á öðrum degi hefðum við ekki sótt nein stig í þessum leik,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli gegn Þrótti í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Breiðablik

Stelpurnar hans Nik voru í vandræðum með Þróttarana mest allan leikinn en fundu á endanum leið til þess að sækja jöfnunarmarkið og fara því af AVIS-vellinum með eitt stig.

„Ég er sáttur með hugarfarið. Eftir að við lendum 2-0 undir gáfumst við ekki upp. Við erum frábær hópur og unnum deildina í fyrra, enginn tekur áreynsluleg þrjú stig gegn okkur. Heppnin var ekki með okkur í dag og mér fannst nokkrar ákvarðanir dómarans vafasamar.“

Nik talar um að nokkrar ákvarðanir dómarans hafi verið vafasamar. Hann er ekki sáttur með vítið sem Samantha Smith fékk dæmt á sig í upphafi leiks en dómari leiksins mat það sem svo að Samantha hefði fengið boltann í höndina.

„Maður heyrir á hljóðinu að þetta fer í ennið á henni. Ég held hann bregðist bara við köllunum á vellinum. Þetta er eins og það er.“

Barbara Sól Gísladóttir fór meidd af velli eftir að hafa fengið fast skot í hendina. Nik hefur ekki góðar fregnir að færa af henni.

„Þetta er að öllum líkindum úlnliðsbrot. Þetta var rosalegt skot og því miður er þetta líklega úlnliðsbrot“
Athugasemdir
banner