Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. maí 2023 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið ÍBV og FH: Alex Freyr og Ólafur Guðmunds fyrirliðar
Níu breytingar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Halldór Jón kominn til baka eftir leikbann.
Halldór Jón kominn til baka eftir leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:00 hefst viðureign ÍBV og FH í áttundu umferð Bestu deildar karla. Fyrir leiki kvöldsins er FH í sjötta sæti deildarinnar og ÍBV í því tíunda.

Fjórir leikmenn taka út leikbann í dag, tveir úr hvoru liði. Tómas Bent Magnússon hefur fengið fjögur spjöld í sumar, Eiður Aron Sigurbjörnsson og Finnur Orri Margeirsson fengur rauð spjöld í síðustu umferð og Kjartan Henry Finnbogason var á föstudag úrskurðaður í eins leiks bann.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  3 FH

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, gerir fimm breytingar á sínu liði frá 4-0 tapinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Halldór Jón snýr til baka úr banni, Guðjón Ernir, Nökvi Már og Hermann Þór koma inn eftir að hafa verið á bekknum í síðasta leik og Sigurður Arnar snýr til baka úr meiðslum. Sverrir Páll Hjaltested, Filip Valencic og Dwayne Atkinson taka sér sæti á bekknum. Arnar Breki Gunnarsson er þá á bekknum en hann hefur misst af upphafi mótsins vegna meiðsla. Alex Freyr Hilmarsson er fyrirliði ÍBV í fjarveru Eiðs Arons.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gerir fjórar breytingar frá tapinu gegn Víkingi. Eggert Gunnþór Jónsson og Kjartan Kári Halldórsson taka sér sæti á bekknum en Vuk Oskar Dimitrijevic er ekki í hópnum eins og Kjartan Henry sem tekur út leikbann. Inn koma Ástbjörn Þórðarson, Gyrðir Hrafn, Steven Lennon og Haraldur Einar. Ólafur Guðmundsson ber fyrirliðaband FH í leiknum.

Byrjunarlið ÍBV:
12. Guy Smit (m)
0. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
4. Nökkvi Már Nökkvason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
17. Oliver Heiðarsson
22. Hermann Þór Ragnarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson
26. Richard King
42. Elvis Bwomono

Byrjunarlið FH:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
0. Jóhann Ægir Arnarsson
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
4. Ólafur Guðmundsson
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
7. Steven Lennon
11. Davíð Snær Jóhannsson
22. Ástbjörn Þórðarson
26. Dani Hatakka
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner