Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 22. maí 2023 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll stýrir í fyrsta sinn liði gegn Stjörnunni
,,Kóngurinn snýr aftur"
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ansi áhugaverður leikur í Bestu deild karla í kvöld þar sem Stjarnan tekur á móti Fylki.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Fylkir

Leikurinn er sérstakur fyrir þær sakir að Rúnar Páll Sigmundsson er að mæta aftur í Garðabæinn. Rúnar, sem er í dag þjálfari Fylkis, er í fyrsta sinn á þjálfaraferlinum að fara að stýra liði gegn Stjörnunni í keppnisleik á vegum KSÍ. Allavega ef marka má vefsíðu Knattspyrnusambandsins.

Rúnar er algjör goðsögn hjá Stjörnunni eftir að hann stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils árið 2014. Hann stýrði Stjörnunni með frábærum árangri frá 2014 til 2021.

Á svæði Silfurskeiðarinnar - stuðningsmannahóps Stjörnunnar - á Facebook er leiknum í kvöld lýst sem endurkomu kóngsins (e. return of the king) en það á svo sannarlega vel við í þessu tilfelli.

Svo er Ólafur Karl Finsen, maðurinn sem tryggði Stjörnunni meistaratitilinn 2014, í liði Fylkis. Þannig að þessi leikur verður sérstakur fyrir nokkrar sakir.

mánudagur 22. maí

Besta-deild karla
18:00 ÍBV-FH (Hásteinsvöllur)
19:15 Fram-KR (Framvöllur)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsungvöllurinn)


Athugasemdir
banner
banner
banner