Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. maí 2023 12:38
Elvar Geir Magnússon
„Sennilega fáir svekktari en hann“
Tryggvi Hrafn Haraldsson fór illa með góð færi.
Tryggvi Hrafn Haraldsson fór illa með góð færi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það urðu óvænt úrslit í Bestu deildinni í gær þegar Val tókst ekki að skora gegn Keflavík og 0-0 urðu lokatölurnar.

Valur var með 2,21 í xG í leiknum en Keflavík 0,83. Þá voru Valsmenn 65% leiktímans með boltann.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Keflavík

„Ekki okkar besti leikur en engu að síður fannst mér við gera nóg til þess að skora eitt mark og vinna leikinn. Við sköpuðum okkur alveg nóg en hefði alveg viljað skapa meira því við vorum það mikið með boltann en bara svekktur með að fá ekki neitt úr þessum leik." sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals í viðtali eftir leikinn.

Það er ótrúlegt að Tryggvi Hrafn Haraldsson hafi ekki náð að skora í leiknum. Hann fékk tvö dauðafæri, þar á meðal snemma leiks þar sem markið var nánast opið fyrir framan hann en átti skringilegt skot sem náði ekki á rammann.

„Tryggvi fékk tvö dauðafæri sem fóru forgörðum. Sennilega fáir svekktari en einmitt hann eftir leikinn í dag. Færanýting Vals var slæm," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu sinni um leikinn.

Valur er fimm stigum frá toppliði Víkings eftir leikina í gær en Keflavík er áfram í fallsæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner