Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   mán 22. maí 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er ágætlega jafnt en svo kemur Sveindís"
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var gestur í hlaðvarpsþættinum Tiltalið sem birtist í dag. Þar var hún spurð út í það hver væri mest óþolandi leikmaður sem hún hefði mætt.

Í þeirri spurningu nefndi hún liðsfélaga sinn í íslenska landsliðinu, Sveindísi Jane Jónsdóttur.

„Ég mæti henni alltaf því hún er á hægri kanti og ég er í vinstri bakverði. Það er frekar leiðinlegt," sagði Áslaug Munda.

„Það er ekki auðvelt. Ég held að hún sé hraðasti leikmaðurinn í Evrópu. Hún var með hraðasta sprettinn á EM. Hún heldur bara áfram að bæta í. Þetta er fáránlegt. Allar þessar hlaupatölur sem við fáum frá landsliðinu... þetta er ágætlega jafnt en svo kemur Sveindís."

Sveindís verður í byrjun næsta mánaðar þriðji Íslendingurinn til að taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Wolfsburg mætir Barcelona í Eindhoven.

„Ég vona að hún fái að byrja á móti Barcelona því ég held að hún muni skína. Ef hún potar boltanum fram hjá þér, þá er hún farin," sagði Áslaug Munda í þættinum. „Þetta er fáránlegt, guð blessi Barcelona en þær eru með ágæta leikmenn líka."

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan eða í öllum podcast veitum.

Sjá einnig:
Úr 1. deild á stærsta sviðið - „Draumur frá því ég byrjaði í fótbolta"
Tiltalið: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner