Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hilmar Árni og Kennie ekki með í næstu leikjum
Hilmar Árni.
Hilmar Árni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kennie Chopart.
Kennie Chopart.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, og Kennie Chopart, leikmaður Fram, verða ekki með sínum liðum í næstu leikjum vegna meiðsla.

Þetta kom fram í viðtölum hér á Fótbolti.net í gær. Þeir Kennie og Hilmar Árni eru í stórum hlutverkum hjá sínum liðum.

Kennie er varnarmaður sem Fram fékk frá KR í vetur. Hann lék allan leikinn gegn Stjörnunni fyrir tólf dögum síðan en er meiddur og var ekki með gegn ÍH í bikarnum.

Eftir leikin gegn ÍA í deildinni í gær hafði Rúnar Kristinsson þetta að segja:

„Kennie er frá fram í landsleikjahlé og eitthvað inn í það. Þannig það verður aldrei fyrr en um miðjan júní sem hann verður klár," sagði Rúnar.

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sagði óljóst hversu lengi Hilmar Árni yrði frá.

Hilmar, sem er sóknarsinnaður miðjumaður, fór af velli snemma leiks gegn KR í bikarnum fyrir tæpri viku síðan.

„Það er óljóst. Það er líklegt að hann verði frá fram í landsleikjahlé," sagði Jökull.

Tvær umferðir eru eftir í Bestu deildinni fram að landsleikjahléi. Stjarnan á reyndar þrjá leiki eftir því liðið spilar einnig gegn Val eftir rúma viku.

Sá leikur er hluti af umferð sem fram fer í júlí en vegna þátttöku Stjörnunnar og Vals í forkeppni Sambandsdeildarinnar er verið að búa til svigrúm í kringum Evrópuleikina og því er þessi leikur spilaður í lok maí.

Eftir landsleikjahléið spila Fram og Stjarnan í bikarleiki og svo hefst Besta deildin aftur.
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner