þri 22. júní 2021 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Saka maður leiksins gegn Tékkum - Þrír fá 8
Bukayo Saka í leiknum gegn Tékkum
Bukayo Saka í leiknum gegn Tékkum
Mynd: EPA
Hinn 19 ára gamli Bukayo Saka var valinn besti maður leiksins í 1-0 sigri Englands á Tékklandi í lokaleik liðanna í D-riðli Evrópumótsins en fær 8 frá Sky Sports.

Saka var sífellt ógnandi og átti stóran þátt í sigurmarkinu er hann átti frábæra sendingu á Jack Grealish í teignum. Grealish lyfti boltanum síðan á fjærstöngina þar sem Raheem Sterling var mættur til að skalla boltann í markið.

Það kom á óvart að sjá Saka í byrjunarliðinu en sá nýtti tækifæri heldur betur. Hann var valinn maður leiksins af Sky Sports og síðan var hann valinn stjarna leiksins af UEFA.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnir leikmanna.

England: Pickford (8), Walker (6), Stones (7), Maguire (8), Shaw (6), Rice (5), Phillips (5), Saka (8), Grealish (7), Sterling (7), Kane (6).
Varamenn: Henderson (6), Rashford (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner