Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. júní 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Chelsea opinberar nýja stjórn - Todd Boehly formaður
Todd Boehly er nýr stjórnarformaður Chelsea.
Todd Boehly er nýr stjórnarformaður Chelsea.
Mynd: EPA
Chelsea hefur opinberað nýja stjórn eftir að fjárfestahópur með Bandaríkjamanninn Todd Boehly í fararbroddi keypti félagið. Boehly er sjálfur nýr stjórnarformaður og tekur við af Bruce Buck.

Þá er staðfest að Marina Granovskaia er hætt hjá félaginu en hún var í lykilhlutverki bak við tjöldin í eignartíð Roman Abramovich. Hún er þekkt fyrir að gefa ekkert eftir í viðræðum í leikmannamálum.

Boehly hefur stýrt viðræðum við Inter varðandi Romelu Lukaku sem er á leiðinni aftur til ítalska félagsins. Belgíski sóknarmaðurinn tekur á sig mikla launalækkun en hann stóð alls ekki undir væntingum eftir að hafa verið keyptur til Chelsea fyrir 97,5 milljónir punda.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, var sammála því að láta Lukaku fara til Inter en Þjóðverjinn er með fullan stuðning frá Boehly og hans fólki. Chelsea hyggst nú styrkja sóknarleikinn og er að reyna að fá Raheem Sterling frá Manchester City.

Í nýrri stjórn Chelsea eru meðal annars Behdad Eghbali, José E. Feliciano og Mark Walter sem eru í nýjum eigendahópi. Þar er einnig svissneski auðkýfingurinn Hansjörg Wyss, Jonathan Goldstein, Barbara Charone, Daniel Finkelstein og James Pade.

Goldstein er breskur fasteignajöfur en hann á að vera lykilmaður í áætlunum um að endurnýja Stamford Bridge, heimavöll Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner