Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. júní 2022 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lazio fær Antonio - Reynolds farinn frá Róm (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Höfuðborgarliðin á Ítalíu eru að breyta til í herbúðum sínum fyrir næstu leiktíð.


Lazio var að krækja í brasilíska miðjumanninn Marcos Antonio frá úkraínska félaginu Shakhtar Donetsk fyrir 8 milljónir evra auk aukagreiðslna.

Antonio er 22 ára og hefur skorað 9 mörk í 69 leikjum hjá Shakhtar. Hann hefur spilað 29 leiki fyrir yngri landslið Brasilíu, þar af tvo fyrir U23 liðið.

Antonio mun fylla í skarðið sem Lucas Leiva skilur eftir sig þegar hann yfirgefur félagið á frjálsri sölu.

Nágrannarnir í Roma eru þá búnir að losa sig við bandaríska bakvörðinn Bryan Reynolds.

Reynolds er tvítugur hægri bakvörður sem fer á eins árs lánssamning til Club Brugge með 7 milljón evru kaupmöguleika.

Reynolds þótti mikið efni þegar Roma vann kapphlaupið um hann í fyrra en hann hefur ekki staðist væntingar á Ítalíu. Hann á 8 leiki fyrir Roma en hefur verið öflugur í bakvarðarstöðunni hjá Kortrijk í vor. 

Reynolds á tvo leiki að baki fyrir A-landslið Bandaríkjanna eftir að hafa verið lykilmaður í U17 liðinu. 


Athugasemdir
banner
banner