Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   lau 22. júní 2024 16:28
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern nær samkomulagi um kaupverð fyrir Olise
Mynd: Getty Images
FC Bayern hefur náð samkomulagi við Crystal Palace um kaupverð fyrir franska kantmanninn Michael Olise, sem er aðeins 22 ára gamall.

Bayern borgar 60 milljónir evra, eða 50 milljónir punda, fyrir Olise sem gerir fimm ára samning við þýska stórveldið. Riftunarverðið í samningi Olise voru 50 milljónir punda en Bayern fær að borga 5 af þeim milljónum seinna.

Olise var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð en kom þó að 16 mörkum í 19 leikjum með Palace og hreif stórlið víða um Evrópu með frammistöðu sinni.

Crystal Palace vildi halda Olise hjá félaginu og bauð honum risasamning en leikmaðurinn kaus að takast frekar á við nýja áskorun.

Palace mun núna gera allt í sínu valdi til að halda Eberechi Eze innan sinna raða í sumar.

Hjá Bayern mun Olise berjast við Kingsley Coman, Mathys Tel, Serge Gnabry og Leroy Sane um sæti í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner