Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. júlí 2021 09:23
Elvar Geir Magnússon
Guðrún Arnardóttir í Rosengard (Staðfest)
Guðrún er komin til Rosengard.
Guðrún er komin til Rosengard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska stórliðið Rosengard tilkynnti í morgun að liðið hefði styrkt vörn sína því Guðrún Arnardóttir er komin frá Djurgarden þar sem hún hefur leikið undanfarin tvö ár.

Glódís Perla Viggósdóttir lék með Rosengard en gekk nýlega til liðs við Bayern München í Þýskalandi en sænska félagið hefur fengið Guðrúnu í hennar stað.

Guðrún verður 26 ára í næstu viku en hún gerir tveggja ára samning við Rosengard og fer í treyju númer 3.

„Guðrún er kraftmikill leikmaður, hún er góð í loftinu og með góðan leikskilning. Ég er hrifinn af íslenska hugarfarinu og fagna því að hafa getið fengið hana lausa frá Djurgarden," segir Therese Sjögran, íþróttastjóri Djurgarden.

Sjálf segist Guðrún vera mjög ánægð með að fara í lið sem hefur notið mikillar velgengni og sé með mikinn metnað.

„Ég hlakka til að takast á við áskoranirnar sem fylgja því að spila í svona sterku liði. Ég vonast til þess að geta hjálpað liðinu að ná markmiðum sínum í sænsku deildinni og einnig í Meistaradeildinni. Ég tel að það muni hjálpa mér að þróast sem leikmaður," segir Guðrún en hún á ellefu landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner