fös 22. júlí 2022 11:01
Elvar Geir Magnússon
Stefnir allt í að Ísland endurheimti fjórða Evrópusætið
Úr leik TNS og Víkings í gær.
Úr leik TNS og Víkings í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sigrar Víkings og Blika í gærkvöldi hafa styrkt stöðu okkar á UEFA listanum verulega. Sama sætið og eftir síðustu viku en bilið hefur breikkað okkur í vil. Það þarf mikið að gerast til að við fáum ekki fjórða Evrópusætið á nýjan leik," skrifar Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, á Twitter.

Haraldur fylgist grannt með því hvernig Íslandi miðar að því að fá aftur fjögur Evrópusæti. Eftir slappt gengi í Evrópukeppnum fór Ísland niður í 'ruslflokk' og missti eitt Evrópusæti.

„Árangurinn í ár er jöfnun á toppárunum 2004, 2013 og 2014 og bæði liðin eiga enn eftir seinni leikinn í 2. umferð og góðan möguleika á að komast í 3. umferð. Verulega jákvæðar fréttir."

Víkingur og Breiðablik voru í eldlínunni í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í gær og unnu bæði 2-0 heimasigra. Víkingur gegn TNS frá Wales og Breiðablik gegn Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi.

Seinni leikirnir verða ytra í næstu viku.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner