Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 22. júlí 2024 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Neestrup tjáði sig um byrjunarliðsbaráttu Rúnars Alex við Trott
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Nathan Trott var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar í fyrsta leik nýs deildartímabils í Danmörku og stóð hann sig vel. Hann hélt hreinu í 0-2 sigri á útivelli gegn Lyngby í dag á meðan Rúnar Alex Rúnarsson sat á bekknum og horfði.

Jacob Neestrup, þjálfari FCK, tjáði sig um byrjunarliðsbaráttuna um markmannssætið að leikslokum.

„Það er mjög mikil samkeppni um byrjunarliðsstöðuna en Nathan var með sætið í dag. Hann stóð sig virkilega vel í dag en Alex er búinn að vera frábær og er að setja mikla pressu í byrjunarliðsbaráttunni," sagði Neestrup.

„Það var ömurlegt að þurfa að segja við Rúnar að hann væri ekki í byrjunarliðinu í dag, en það er enginn með öruggt sæti. Þetta getur breyst fljótt, markvarðastaðan er mjög sérstök og þeir þurfa báðir að geta spilað undir mikilli pressu. Ég er ekki búinn að segja við þá að annar þeirra sé aðalmarkvörður og hinn varamarkvörður."

Rúnar á því enn góða möguleika á að fá spiltíma hjá FCK þó að Trott sé ofar í goggunarröðinni sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner