Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. ágúst 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Kvennalið Corinthians setti heimsmet
Mynd: Getty Images
Kvennalið Corinthians hefur komist í heimsmetabók Guiness með því að vinna 28 leik sinn í röð.

Félagið er fyrsta félagið í efstu deild sem nær þessum árangri en 1-0 sigur á Sao Jose í gær tryggði metið.

Litlu munaði reyndar að Corinthians næði ekki metinu en markvörðurinn Taty Amaro varði frábærlega á 89. mínútu og sá til þess að leikurinn endaði 1-0.

Corinthians er með markatöluna 96-8 í sigurleikjunum 28.

Karlalið TNS frá Wales átti fyrra metið yfir sigurleiki í röð en liðið vann 27 leiki í röð árið 2016. Þar áður hafði karlalið Ajax átt metið í 44 ár í röð.
Athugasemdir
banner
banner