Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   fim 22. ágúst 2019 13:42
Magnús Már Einarsson
Tottenham selur Nkoudou til Tyrklands (Staðfest)
Tyrkneska félagið Besiktas hefur keypt kantmanninn Georges-Kévin Nkoudou frá Tottenham á fjórar milljónir evra.

Nkoudou kom til Tottenham frá Marseille á ellefu milljónir punda árið 2016.

Frakkinn náði aldrei að festa sig í sessi hjá Tottenham en hann spilaði einungis tíu deildarleiki á ferli sínum hjá félaginu.

Nkoudou fór til Mónakó á láni á síðasta tímabili og til Burnley tímabilið þar á undan.



Athugasemdir
banner
banner