Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 22. september 2020 19:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
David Moyes og tveir leikmenn með Covid-19
David Moyes stýrir ekki West Ham í viðureign liðsins gegn Hull sem er í gangi þessa stundina. Fyrir áhugasama er staðan 1-0 fyrir West Ham og fyrri hálfleik að ljúka. Leikurinn er liður í 3. umferð deildabikarsins.

Ástæðan fyrir fjarveru Moyes er sú að hann greindist með Covid-19 veiruna. Þá áttu Issa Diop og Josh Cullen að taka þátt í leiknum en voru teknir úr hópnum þar sem þeir eru einnig með veiruna.

West Ham hefur staðfest að þremenningarnir séu með veiruna. Diop og Cullen áttu að vera í byrjunarliðinu.

Alan Irvine, aðstoðarmaður Moyes, stýrir West Ham í leiknum. West Ham segir að þremenningarnir hafi verið sendir heim, þeir voru einkennalausir.
Athugasemdir
banner