Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Martinez yfirgefur Bayern
Martinez er á leið til Athletic.
Martinez er á leið til Athletic.
Mynd: Getty Images
Spænski varnar- og miðjumaðurinn Javi Martínez hefur yfirgefið herbúðir Þýskalands- og Evrópumeistara Bayern Munchen.

Það er þýski miðillinn Bild sem greinir frá þessu. Martínez er því annar spænski leikmaðurinn sem yfirgefur Bayern á nokkrum dögum því Thiago Alcantara gekk í raðir Liverpool fyrir tæpri viku síðan.

Heimildir herma að Martínez ætli sér að ganga í raðir Athletic Bilbao. Martinez kom til Bayern frá Athletic árið 2012. Martinez var ekki með á Lederhosen-myndatöku Bayern liðsins og er það skýr skilaboð um að hann sé á leið burt.

Martínez, sem er 32 ára gamall, á að baki 18 landsleiki fyrir hönd Spánar og lék 146 deildarleiki með Bayern á sínum tíma hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner