Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 22. september 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðan tekin eftir fyrsta leik - Lykilleikur á móti Tékklandi
Icelandair
Ísland tapaði gegn Hollandi í gær, 2-0.
Ísland tapaði gegn Hollandi í gær, 2-0.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næsti leikur á móti Tékklandi verður lykilleikur.
Næsti leikur á móti Tékklandi verður lykilleikur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur aldrei komist á HM. Markmiðið er að breyta því.
Ísland hefur aldrei komist á HM. Markmiðið er að breyta því.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hóf í gær leik í undankeppni HM 2023 er liðið tapaði fyrir Hollandi, 2-0, á Laugardalsvelli.

„Ef við vinnum rest förum við beint á HM. En það er bara næsti leikur og það þýðir ekkert að velta sér upp úr einhverju langt fram í tímann. Við þurfum bara að vera fókuseruð í að ná góðum leik á móti Tékkum hérna heima næst og svo Kýpur í framhaldi af því. Þetta snýst um að ná í sem flest stig þar og byrja bara á því að gera allt sem við getum til þess að vinna Tékka," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi eftir leikinn í gær.

En hvenær eru næstu leikir og hvernig er staðan í riðlinum akkúrat núna?

Næstu leikir:
Ísland heldur áfram vegferð sinni í undanriðlinum í næsta mánuði þegar Tékkland kemur í heimsókn. Það er gríðarlega mikilvægur leikur því þarna eru örugglega næst besta og þriðja besta liðið í riðlinum að mætast. Hvort liðið sé það næst besta mun bara ráðast á úrslitunum.

22. október, Ísland - Tékkland (Laugardalsvöllur)
26. október, Ísland - Kýpur (Laugardalsvöllur)
30. nóvember, Kýpur - Ísland (Ytra)
7. apríl 2022, Hvíta-Rússland - Ísland (Ytra)
12. apríl 2022, Tékkland - Ísland (Ytra)
2. september 2022, Ísland - Hvíta-Rússland (Laugardalsvöllur)
6. september 2022, Holland - Ísland (Ytra)

Staðan í riðlinum
Ísland fékk frí á fyrsta leikdegi og er eitt af tveimur liðum sem er búið að spila einn leik í riðlinum. Hitt liðið er Hvíta-Rússland, sem er með þrjú stig eftir 4-1 sigur á Kýpur.

Holland gerði jafntefli við Tékkland og því eru bæði Holland og Tékkland með fjögur stig.

1. Tékkland, 4 stig
2. Holland, 4 stig
3. Hvíta-Rússland, 3 stig
4. Ísland, 0 stig
5. Kýpur, 0 stig

Hvernig komumst við á HM?
Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna áður, en Þorsteinn, landsliðsþjálfari, hefur talað um að það sé skýrt markmið að fara þangað 2023. Mótið fer þá fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Til þess að komast þangað, þá þurfum við í fyrsta lagi að enda í einu af tveimur efstu sætum riðilsins. Efsta sætið í riðlinum fer beint á mótið og liðið í öðru sæti fer í umspil. Það fara svo tvö lið áfram úr umspilinu. Þriðja sigurliðið úr umspilinu fer í annað umspil við lið úr annarri heimsálfu um sæti á mótinu.

Það verður alls ekki auðvelt að komast á HM í fyrsta sinn, en með góðum úrslitum gegn Tékklandi - þá er allt hægt.
Athugasemdir
banner
banner
banner