Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 22. september 2022 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Arnar afar ánægður með varnarleikinn - „Sigurinn er velkominn"
Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni í dag.
Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni í dag.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var ánægður með varnarleik liðsins í 1-0 sigrinum á Venesúela í Vín í kvöld en hann ræddi við Örvar Arnarsson, fréttamann Fótbolta.net, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Venesúela 0 -  1 Ísland

Ísak Bergmann Jóhannesson gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu undir lokin.

Leikurinn var frekar lokaður, eins og við var að búast, en íslenska liðið fór að sækja að marki Venesúela í síðari hálfleiknum. Markið kom en varnarleikurinn var sérstaklega ánægjulegur.

„Já ég er mjög sáttur við sigurinn að sjálfsögðu. Við erum líka sáttir við að hafa haldið hreinu. Varnarleikur liðsins fannst mér mjög góður heilt yfir og héldum control yfir leiknum nánast allan tímann, en svolítið lokaður leikur eins og við vissum. Venesúela hafa ekki fengið mörg mörk á sig í undanförnum leikjum. Þetta er týpískt suður-amerískt lið sem mikill hraði í og beinskeyttir og power. Heilt yfir var ég mjög ánægður með leikinn þó maður hefði viljað skapað fleiri færi og skora fleiri mörk en sigurinn var velkominn," sagði Arnar Þór við Fótbolta.net.

Arnar fór aðeins yfir leikinn og vel heppnaðar tilraunir Íslands að brjóta niður sóknir Venesúela.

,,Við vissum að þeir hafa verið að spila 3-4-3 og 3-5-2 og eru með góða sóknarmenn. Þurfum ekkert að senterinn sem spilar í Englandi og svo með leikmenn í Brasilíu sem spila í stórum klúbbum. Það er ekkert hægt að gefa þeim mikinn tíma og Suður-amerísk lið eru góð sóknarlið og geta sótt hratt, með mikla tækni og að sjálfsögðu er það hluti af okkar leik að brjóta sóknir andstæðinganna sem fyrst."

Hann var ánægður að fá Aron Einar inn í vörnina. Það er ekki hlutverk sem Aron þekkir vel hjá landsliðinu en hann hefur verið að spila þar með Al Arabi í Katar. Hann og Hörður Björgvin náðu vel saman, með Davíð Kristján og Guðlaug Victor í bakvörðunum.

„Ekki spurning. Við töluðum um það í síðustu viku á blaðamannafundinum að bara það að fá reynsluna inn af þessum leikmönnum sem hafa ekki verið með okkur undanfarið en gífurlega mikilvægt fyrir okkur unga lið og gerir blönduna aðeins eðlilegri. Guðlaugur Victor hefur spilað einhverja landsleiki sem hægri bakvörður og gerði það mjög vel í dag. Aron Einar kannski að spila í fyrsta sinn í miðverði í landsleik en er að spila þetta í sínu félagsliði og gerir það mjög vel. Gífurleg reynsla og tengingin milli Harðar og Davíðs var mjög góð í júníglugganum þannig þetta skilaði sér mjög vel í hús í dag."

Ísak Bergmann fór á vítapunktinn í leiknum. Er hann framtíðarskytta landsliðsins?

„Ef hann skorar þá má hann taka vítaspyrnu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner