Ísland vann flottan sigur gegn Wales í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni í kvöld.
Hér fyrir neðan má sjá einkunnir Fótbolta.net úr leiknum.
Hér fyrir neðan má sjá einkunnir Fótbolta.net úr leiknum.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 0 Wales
Telma Ívarsdóttir - 7
Flottur leikur í markinu, var aldrei óörugg og leysti sitt með prýði. Greip vel inn í oft á tíðum.
Diljá Ýr Zomers - 6
Var að sinna áhugaverðu hlutverki þar sem hún var sóknarsinnaður vængbakvörður, en eiginlega meiri vængmaður. Skilaði sínu vel. Er lunkin á boltanum og átti góða skottilraun.
Ingibjörg Sigurðardóttir - 7
Var ekkert sérstök með boltann en var mjög góð án hans. Vann mikilvæg skallaeinvígi.
Glódís Perla Viggósdóttir - 9
Sýndi enn eina ferðina að hún er einn besti varnarmaður í heimi, í hæsta klassa. Fyrirliði Bayern München gerði sigurmarkið okkar.
Guðrún Arnardóttir - 7
Skilaði sínu vel í vörninni og var mjög örugg í sínum aðgerðum.
Sandra María Jessen - 7
Hennar fyrsti keppnisleikur með landsliðinu í sex ár. Kom sterk inn í liðið og var öflug bæði varnar- og sóknarlega. Hefði átt að skora samt.
Hildur Antonsdóttir - 8
Ekki langt síðan hún var ekki inn í myndinni þegar kom að landsliðsvali. Var mikill kraftur í henni á miðsvæðinu framan og hún skilaði sínu mjög vel. Það dró aðeins af henni seinni hlutann en var samt sem áður mjög góð.
Selma Sól Magnúsdóttir - 6
Hefði oft mátt vera rólegri á boltanum, ekki alltaf leita að úrslitasendingunni.
Amanda Andradóttir - 6
Hefði verið gaman að sjá hana fá boltann aðeins meira og það hefði verið flott ef hún hefði verið aðeins meira inn í leiknum.
Hlín Eiríksdóttir - 7
Kom sterk inn sem fremsti maður liðsins. Var sérstaklega sterk þegar hún var með bakið í markið.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 6
Hefðum þurft að koma henni meira á boltann, vanalega okkar besti leikmaður á boltanum. Var svolítið týnd á köflum en stóð sig vel í varnarvinnunni.
Varamenn:
Guðný Árnadóttir - 6
Berglind Rós Ágústsdóttir - 6
Aðrar spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir