„Tilfinningin er smá blendin, við náttúrulega töpum þessum leik en við vinnum einvígið 6-4 og við erum komnir í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli. Það verður bara hörku verkefni og gaman."
Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 3 ÍR
Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir að liðið hans tapaði fyrir ÍR 3-2 í dag. Þar sem Keflavík vann fyrri leikinn 4-1 þá eru þeir hinsvegar komnir í úrslitaleik umspilsins.
„Þetta var ekki alveg eins og við sáum þetta fyrir, en ÍR liðið er bara mjög gott fótboltalið og gefast aldrei upp. Við vorum bara undir í fyrri hálfleik og menn kannski komnir með hausinn á Laugardalsvöll áður en að leikurinn var búinn. Í fyrri hálfleik þá bara mættum við ekki til leiks, og allt í einu var þetta bara orðið jafnt. En við fórum aðeins yfir málin í hálfleik, og það er allt anað lið sem kemur út í seinni hálfleik. Á endanum vinnum við einvígið 6-4, sanngjarnt finnst mér."
Haraldur gerir 2 breytingar í hálfleik þar sem hann skiptir inn á Sindra Snæ Magnússyni og Sami Kamel. Það heppnaðist frekar vel þar sem Sami Kamel skorar og Sindri átti góðan leik á miðjunni.
„Það þarf að vera einhverjar afleiðingar, við gátum ekki sett sama lið inn á, við hefðum getað tekið alla útaf. Við ákveðum að taka þessa tvo og inn á komu Sindri og Sami, með mikil gæði og mikla reynslu. Við stjórnuðum leiknum miklu betur í seinni hálfleik."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.