Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   sun 22. september 2024 17:01
Haraldur Örn Haraldsson
Haraldur Freyr: Við hefðum getað tekið alla útaf
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er smá blendin, við náttúrulega töpum þessum leik en við vinnum einvígið 6-4 og við erum komnir í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli. Það verður bara hörku verkefni og gaman."


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 ÍR

Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir að liðið hans tapaði fyrir ÍR 3-2 í dag. Þar sem Keflavík vann fyrri leikinn 4-1 þá eru þeir hinsvegar komnir í úrslitaleik umspilsins.

„Þetta var ekki alveg eins og við sáum þetta fyrir, en ÍR liðið er bara mjög gott fótboltalið og gefast aldrei upp. Við vorum bara undir í fyrri hálfleik og menn kannski komnir með hausinn á Laugardalsvöll áður en að leikurinn var búinn. Í fyrri hálfleik þá bara mættum við ekki til leiks, og allt í einu var þetta bara orðið jafnt. En við fórum aðeins yfir málin í hálfleik, og það er allt anað lið sem kemur út í seinni hálfleik. Á endanum vinnum við einvígið 6-4, sanngjarnt finnst mér."

Haraldur gerir 2 breytingar í hálfleik þar sem hann skiptir inn á Sindra Snæ Magnússyni og Sami Kamel. Það heppnaðist frekar vel þar sem Sami Kamel skorar og Sindri átti góðan leik á miðjunni.

„Það þarf að vera einhverjar afleiðingar, við gátum ekki sett sama lið inn á, við hefðum getað tekið alla útaf. Við ákveðum að taka þessa tvo og inn á komu Sindri og Sami, með mikil gæði og mikla reynslu. Við stjórnuðum leiknum miklu betur í seinni hálfleik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner