Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
Nadía: Við erum að vinna þannig það hlýtur að vera eitthvað
Guðni: Fyrir utan markaskorun þá var ekki mikill munur á þessum liðum
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Ásgeir Helgi: Það var eins og við höfum verið eitthvað stressaðir
Davíð Smári: Öllu hugrakkara lið sem mætti í seinni hálfleik
Pétur: Mér fannst þetta bara lélegur leikur hjá okkur
Árni Guðna: Hrikalega ánægður með liðið í dag
Óskar Hrafn: Fáum vinnuvélarnar fyrst áður en við hugsum um það
Haraldur Freyr: Við hefðum getað tekið alla útaf
Jóhann Kristinn: Má ekki gerast aftur
Andri Rúnar: Nánast bensínlaus eftir snúninginn
Nik Chamberlain: Fáum vonandi fleiri en 127 á völlinn
35 ára bið á enda - „Búinn að vera draumur mjög lengi"
Þúsund sinnum merkilegra fyrir KA - „Svo tekur frændi bara Roland Eradze á 93."
Hans Viktor magnaður: Mjög ánægður með þessa ákvörðun
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Úr 1. deild að bikarmeistaratitli - „Geggjað að ná þessu áður en maður hættir"
Dagur: Hugsaði bara að fagna í geðveikinni
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu ofan í hálsinn á mér"
Grímsi í geðshræringu - „Maður var gráti næst"
banner
   sun 22. september 2024 17:01
Haraldur Örn Haraldsson
Haraldur Freyr: Við hefðum getað tekið alla útaf
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er smá blendin, við náttúrulega töpum þessum leik en við vinnum einvígið 6-4 og við erum komnir í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli. Það verður bara hörku verkefni og gaman."


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 ÍR

Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir að liðið hans tapaði fyrir ÍR 3-2 í dag. Þar sem Keflavík vann fyrri leikinn 4-1 þá eru þeir hinsvegar komnir í úrslitaleik umspilsins.

„Þetta var ekki alveg eins og við sáum þetta fyrir, en ÍR liðið er bara mjög gott fótboltalið og gefast aldrei upp. Við vorum bara undir í fyrri hálfleik og menn kannski komnir með hausinn á Laugardalsvöll áður en að leikurinn var búinn. Í fyrri hálfleik þá bara mættum við ekki til leiks, og allt í einu var þetta bara orðið jafnt. En við fórum aðeins yfir málin í hálfleik, og það er allt anað lið sem kemur út í seinni hálfleik. Á endanum vinnum við einvígið 6-4, sanngjarnt finnst mér."

Haraldur gerir 2 breytingar í hálfleik þar sem hann skiptir inn á Sindra Snæ Magnússyni og Sami Kamel. Það heppnaðist frekar vel þar sem Sami Kamel skorar og Sindri átti góðan leik á miðjunni.

„Það þarf að vera einhverjar afleiðingar, við gátum ekki sett sama lið inn á, við hefðum getað tekið alla útaf. Við ákveðum að taka þessa tvo og inn á komu Sindri og Sami, með mikil gæði og mikla reynslu. Við stjórnuðum leiknum miklu betur í seinni hálfleik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner