Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 22. október 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer Ingi: 2-3 vikur í að ég geti komist í hóp
Mynd: Grenoble - Kristófer Ingi
Kristófer nýkominn til Willem II í Frakklandi.
Kristófer nýkominn til Willem II í Frakklandi.
Mynd: Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Ingi Kristinsson gekk í raðir Grenoble í Frakklandi í júni. Hann kom til félagsins frá Willem II í Hollandi.

Kristófer er uppalinn hjá Stjörnunni en hann hélt til Hollands árið 2016. Kristófer hefur leikið með yngri landsliðum Íslands, þar á meðal hefur hann leikið sex leiki fyrir U21 árs landsliðið. Kristófer varð tvítugur í apríl.

Grenoble leikur í næstefstu deild í Frakklandi en Kristófer hefur ekki leikið með aðalliði félagsins til þessa. Fótbolti.net hafði samband við Kristófer og spurði hann út í stöðu mála og hvenær mætti vænta þess að sjá hann á vellinum á ný.

„Ég hef verið meiddur í ökklanum síðan að ég kom til Grenoble og er að ná mér á því núna, ég var með beinmar í ökkla og hefur það verið ansi þrálátt . Ég er nýbyrjaður að æfa á fullu og ég spilaði m.a. 60 mínútur með varaliðinu núna um helgina. Þeir (þjálfararnir) vilja að ég taki 2-3 vikur þar sem að ég æfi á fullu áður en að ég get verið í hóp."

Mikill munur á Hollandi og Frakklandi

Kristófer var spurður út í viðbrigðin að fara frá Hollandi yfir til Frakklands. Kristófer var einnig spurður hvort hann væri að læra frönsku sérstaklega til að hjálpa sér að aðlagast og hvort hann væri í almennu námi meðfram atvinnumennskunni. Kristófer segist eiga lítið eftir til að klára stúdentinn.

„Það er mikill munur á því að vera í Hollandi og að vera í Frakklandi. Hollendingar hugsa mun meira út í að spila flottan fótbolta og eru frekar ferkanntaðir með það hvernig það eigi að gera hlutina . Hérna í Frakklandi er varnarleikur meira metinn og það er bara spilað um að fá stig enda eru mjög fá mörk skoruð í þessari deild, það er skemmtileg áskorun fyrir framherja."

„Hollenska efsta deildin er hraðari og opnari heldur en franska ligue 2 en ligue 2 er mjög jöfn deild ásamt því að vera virkilega 'physical' deild en jafnframt er meira lagt upp úr skipulagi hérna.

„Það er töluð mjög lítil enska í Frakklandi sem gerir það að verkum að það erfiðara fyrir erlenda leikmenn að komast inn í allt en að sama skapi þvingar það menn að komast inn í kúltúrinn. Þess vegna er ég að læra frönsku og ég mæti 2 sinnum í viku í frönskukennslu en tungumálið er töluvert erfiðara en hollenskan en þetta er allt að koma. Ég hef líka verið frekar duglegur með að taka fjarnám í framhaldsskóla og ég á bara 3- 4 áfanga eftir í stúdentsprófið."


Nýir eigendur sem stefna hátt

Kristófer var spurður út í stöðuna á Grenoble og hvert félagið stefndi. Grenoble er þessa stundina í 11. sæti í næst efstu deild í Frakklandi.

„ Liðið er með mikinn metnað og stefnir á að fara upp í League 1 á næstu tveimur árum. Grenoble var í Ligue 1 fyrir nokkrum árum en félagið varð gjaldþrota i kjölfar japanskra eigenda og byrjaði þar af leiðandi á núllreit. Franskur viðskiptajöfur keypti liðið og ætlar sér að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu og er ég partur af þeim plönum. Liðið hefur farið upp um 3 deildir á 5 árum og erum við núna í næst efstu deild."

Breiður og góður hópur með gott þjálfarateymi

Kristófer var að lokum spurður út í stöðu sína í hópnum. Hann segist ánægður með þjálfarateymið og segist hlakka til að láta ljós sitt skína.

„Við erum með mjög breiðan hóp og það eru m.a. þrír aðrir leikmenn í minni stöðu sem eru allir að berjast um byrjunarliðssæti þannig að ég fæ engan frímiða frekar en nokkur annar inn í liðið. Ég ætla mer auðvitað stóra hluti og er samningurinn minn við Grenoble partur af því."

„Sambandið hjá mér og þjálfaranum er bara fínt en ég er þvi miður búinn að vera meiddur allan tímann þannig að ég hef ekkert getað farið yfir leiki eða neitt svoleiðis með honum eins og staðan er í dag en vonandi breytist það fljótt en hann og allt þjálfarateymið er einstaklega gott fólk og hlakka ég til að vinna enn betur og meir með þeim sem allra fyrst og með því ná að láta ljós mitt skína í Frakklandi."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner