Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. október 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Alex á bekknum hjá Arsenal - Albert varamaður hjá AZ
Rúnar Alex Rúnarsson á Luton flugvelli þegar Arsenal ferðaðist til Vínar.
Rúnar Alex Rúnarsson á Luton flugvelli þegar Arsenal ferðaðist til Vínar.
Mynd: Getty Images
Svíinn Jesper Karlsson og Albert Guðmundsson í Napoli.
Svíinn Jesper Karlsson og Albert Guðmundsson í Napoli.
Mynd: Getty Images
Klukkan 16:55 verður flautað til leiks í Vínarborg þar sem heimamenn í Rapid Vín taka á móti Arsenal í Evrópudeildinni. Liðin eru í B-riðli ásamt Dundalk og Molde sem mætast á sínum tíma.

Íslenski landsliðsmarkmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er á bekknum hjá Arsenal.

Varnarmaðurinn Rob Holding mun missa af sex leikjum en hann meiddist afan í læri áður en Arsenal tapaði fyrir Manchester City 1-0.

Dani Ceballos er meiddur á ökkla og getur ekki spilað í leiknum í dag. Hann gæti orðið klár á sunnudaginn þegar Arsenal á heimaleik gegn Leicester.

Willian missir einnig af leiknum í dag en hann er að glíma við minniháttar meiðsli í kálfa.

Byrjunarlið Arsenal: Leno, Cedric, Luiz, Gabriel, Kolasinac, Elneny, Partey, Saka, Pepe, Nketiah, Lacazette.

Albert líka á bekknum:
Klukkan 16:55 hefst leikur Napoli og AZ Alkmaar í Evrópudeildinni en leikurinn verður sýndur beint og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 2.

AZ hefur tilkynnt um þrettán Covid-19 smit í sínum herbúðum og mætir ekki með fullan hóp til Ítalíu. Albert Guðmundsson byrjar þó á varamannabekknum.

AZ hefur gert jafntefli í öllum fjórum leikjum sínum í hollensku deildinni til þessa en Napoli fer vel af stað á Ítalíu og er með þrjá sigurleiki.

Byrjunarlið AZ Alkmaar: Bizot; Svensson, Hatzdiakos, Martins Indi, Wijndal; Midtsjo, Stengs, Koopmeiners; Sugawara, De Wit, Karlsson.

Byrjunarlið Napoli: Meret; Di Lorenzo, Maksimovic, Koulibaly, Hysaj; Lobotka, Fabian Ruiz; Politano, Mertens, Lozano; Osimhen.



Hér að neðan má sjá alla leiki dagsins.

fimmtudagur 22. október

EUROPA LEAGUE: Group B
16:55 Dundalk - Molde
16:55 Rapid - Arsenal (Stöð 2 Sport 4)

EUROPA LEAGUE: Group A
16:55 CSKA Sofia - Cluj
16:55 Young Boys - Roma

EUROPA LEAGUE: Group C
16:55 Hapoel Beer Sheva - Slavia Prag
16:55 Leverkusen - Nice

EUROPA LEAGUE: Group D
16:55 Standard - Rangers
16:55 Lech - Benfica

EUROPA LEAGUE: Group E
16:55 PSV - Granada CF
16:55 PAOK - Omonia

EUROPA LEAGUE: Group F
16:55 Rijeka - Real Sociedad
16:55 Napoli - AZ (Stöð 2 Sport 2)

EUROPA LEAGUE: Group G
19:00 Braga - AEK
19:00 Leicester - Zorya

EUROPA LEAGUE: Group H
19:00 Sparta Prag - Lille
19:00 Celtic - Milan (Stöð 2 Sport 4)

EUROPA LEAGUE: Group I
19:00 Maccabi Tel Aviv - Qarabag
19:00 Villarreal - Demir Grup Sivasspor

EUROPA LEAGUE: Group J
19:00 Tottenham - LASK Linz (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Ludogorets - Antwerp

EUROPA LEAGUE: Group K
19:00 Wolfsberger AC - CSKA
19:00 Dinamo Zagreb - Feyenoord

EUROPA LEAGUE: Group L
19:00 Liberec - Gent
19:00 Hoffenheim - Rauða stjarnan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner