Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. október 2021 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Torino og Sampdoria tóku þrjú stig
Torino er um miðja deild.
Torino er um miðja deild.
Mynd: EPA
Það fóru tveir leikir fram í deild þeirra bestu á Ítalíu þetta föstudagskvöldið.

Sampdoria kom sér upp úr fallpakkanum með sínum öðrum sigri á þessu tímabili. Liðið hafði betur gegn Spezia á heimavelli. Sampdoria er með níu stig núna og Spezia er með sjö stig, einu stigi frá fallsvæðinu.

Þá vann Torino góðan heimasigur gegn Genoa. Antonio Sanabria og Tommaso Pobega sáu til þess að heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik.

Mattia Destro minnkaði muninn á 70. mínútu, en Torino svaraði því vel. Josip Brekalo skoraði þriðja mark Torino á 77. mínútu. Felipe Caicedo minnkaði muninn aftur stuttu eftir það, en lengra komst Genoa ekki.

Torino er um miðja deild með 11 stig. Genoa hefur byrjað illa og er í fallsæti með sex stig.

Sampdoria 2 - 1 Spezia
1-0 Emmanuel Gyasi ('15 , sjálfsmark)
2-0 Antonio Candreva ('36 )
2-1 Daniele Verde ('90 )

Torino 3 - 2 Genoa
1-0 Antonio Sanabria ('14 )
2-0 Tommaso Pobega ('31 )
2-1 Mattia Destro ('70 )
3-1 Josip Brekalo ('77 )
3-2 Felipe Caicedo ('80 )
Athugasemdir
banner
banner