Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. október 2021 16:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yfirlýsing frá Eggerti: Hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot
Eggert Gunnþór Jónsson
Eggert Gunnþór Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Í dag nafngreindi Stundin Eggert Gunnþór Jónsson sem hinn landsliðsmanninn sem sakaður hefur verið um að brjóta kynferðislega gegn konu eftir landsleik í Danmörku 2010, ásamt landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.

Áður hafði landsliðfyrirliðinn verið nafngreindur. Í kjölfar nafnbirtingarinnar sendi Eggert frá sér yfirlýsingu. Þar segir hann að það sé hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot og segir að atvikið hafi ekki verið með hætti eins og því hefur verið lýst í fjölmiðlum.

Yfirlýsing frá Eggerti Gunnþóri Jónssyni

Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um atvik sem á að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010 þar sem tveir landsliðsmenn hafa verið bornir þungum sökum. Ég er annar umræddra landsliðsmanna.

Það er hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot vegna atviks sem var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum.

Ég hef reynt að skýla mér og fjölskyldu minni fyrir kastljósi fjölmiðla þar sem ég hafði fram að birtingu fréttar Stundarinnar í dag ekki verið nafngreindur. Föstudaginn 1. október síðastliðinn hafði ég hinsvegar þegar óskað eftir því að vera boðaður í skýrslutöku til að skýra frá minni hlið.

Þar sem ég hef ekki enn fengið tækifæri til að skýra mál mitt á réttum vettvangi og sökum umfjöllunar fréttamiðla í dag tel ég mig hinsvegar ekki eiga annan kost en að stíga fram og lýsa því opinberlega yfir að ég er fullkomlega saklaus af því sem ég hef verið sakaður um.

Ég vona að málið komist í réttan farveg hið snarasta svo ég geti hreinsað mig af þessum ásökunum.

Eggert Gunnþór Jónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner