Dean Henderson, markvörður Nottingham Forest, átti frábæran leik í markinu í dag þegar nýliðarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu Liverpool með einu marki gegn engu.
Henderson setti í lás og varði allt sem á markið kom. Hann tryggði sigurinn með glæsilegri vörslu frá Virgil van Dijk seint í uppbótartímanum.
Henderson er á láni frá Man Utd en hann brosti sínu breiðasta eftir leikinn og sýndi stuðningsmönnum Liverpool puttann þegar hann gekk af velli brosandi.
Með þessum sigri komst Forest upp úr neðsta sæti deildarinnar en þetta var aðeins annar sigur liðsins á þessari leiktíð.
Dean Henderson gives the middle finger to Liverpool fans at full-time 😂 pic.twitter.com/2Vn8gCWblv
— SPORTbible (@sportbible) October 22, 2022
Athugasemdir