Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   lau 22. október 2022 20:56
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Mkhitaryan hetjan í sjö marka dramatík
Lautaro Martinez besti maður vallarins í kvöld.
Lautaro Martinez besti maður vallarins í kvöld.
Mynd: EPA
Mkhitaryan er hetjan eftir að hafa skilað inn sigurmarki á lokamínútunum.
Mkhitaryan er hetjan eftir að hafa skilað inn sigurmarki á lokamínútunum.
Mynd: Inter

Fiorentina 3 - 4 Inter
0-1 Nicoló Barella ('2)
0-2 Lautaro Martinez ('15)
1-2 Arthur Cabral ('33, víti)
2-2 Jonathan Ikoné ('60)
2-3 Lautaro Martinez ('73, víti)
3-3 Luka Jovic ('90)
3-4 Henrikh Mkhitaryan ('94)


Fiorentina og Inter áttust við í lokaleik dagsins í ítölsku deildinni og úr varð hin mesta skemmtun þar sem mörkunum rigndi yfir káta áhorfendur.

Gestirnir frá Mílanó tóku forystuna snemma leiks þegar Nicoló Barella skoraði eftir undirbúning frá Lautaro Martinez. Lautaro tvöfaldaði forystuna sjálfur og komu heimamenn sér aftur inn í leikinn með marki á 33. mínútu. Arthur Cabral skoraði þá af vítapunktinum.

Liðin skiptust á að taka stjórn á leiknum og náði Jonathan Ikoné að gera jöfnunarmark heimamanna í síðari hálfleik áður en Lautaro kom Inter yfir á nýjan leik með marki úr vítaspyrnu.

Inter virtist vera að sigla sigrinum í höfn en Luka Jovic var á öðru máli og setti jöfnunarmark á 90. mínútu en það dugði ekki til vegna þess að Henrikh Mkhitaryan átti eftir að gera sigurmark í uppbótartíma. Hápressa frá Mkhitaryan skilaði sér þá með marki þar sem varnarmaður Fiorentina hreinsaði boltann í Mkhitaryan og þaðan hrökk hann í netið. 

Fiorentina var ekki sérlega langt frá því að gera jöfnunarmark úr næstu sókn en boltinn endaði ekki í netinu og lokatölur urðu 3-4.

Þetta er þriðji sigur Inter í röð í deildinni en liðið er þó fimm stigum á eftir toppliði Napoli sem á leik til góða.

Fiorentina hefur farið illa af stað og er aðeins með 10 stig eftir 11 umferðir.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
6 Como 21 10 7 4 31 16 +15 37
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 21 7 7 7 21 19 +2 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
13 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
14 Torino 21 6 5 10 21 34 -13 23
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Fiorentina 21 3 8 10 23 32 -9 17
18 Lecce 21 4 5 12 13 29 -16 17
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
Athugasemdir
banner
banner