fös 22. nóvember 2019 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Kamara hetjan í Lundúnaslag
Aboubakar Kamara.
Aboubakar Kamara.
Mynd: Getty Images
Fulham 2 - 1 QPR
0-1 Jordan Hugill ('3 )
1-1 Aboubakar Kamara ('27 )
2-1 Aboubakar Kamara ('64 )

Aboubakar Kamara var hetja Fulham í Lundúnaslag gegn QPR í Championship-deildinni.

Jordan Hugill kom QPR yfir eftir aðeins þrjár mínútur, en Kamara jafnaði fyrir hálfleik. Hann bætti svo við öðru marki sínu á 64. mínútu. Það reyndist sigurmarkið.

Kamara var til vandræða hjá Fulham á síðustu leiktíð. Kamara slóst fyrst við Aleksandar Mitrovic, liðsfélaga sinn á æfingasvæðinu. Hann var í kjölfarið bannaður frá æfingum.

Nokkrum dögum síðar mætti Kamara á æfingasvæði Fulham til að krefjast útskýringa á því að hann mætti ekki æfa með aðalliðinu. Sú heimsókn endaði á því að Kamara var handtekinn fyrir að ráðast á starfsmann Fulham.

Hann var sendur á láni til Tyrklands síðasta janúar, en er nú byrjaður að spila aftur með Fulham. Hann skoraði sín fyrstu deildarmörk á leiktíðinni í kvöld.

Fulham, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, er í fjórða sæti Championship með 29 stig. QPR er í tíunda sæti með 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner