fös 22. nóvember 2019 12:15
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Rúmena var rekinn - Petrescu og Hagi orðaðir við starfið
Icelandair
Cosmin Contra var rekinn.
Cosmin Contra var rekinn.
Mynd: Getty Images
Dan Petrescu er talinn líklegastur.
Dan Petrescu er talinn líklegastur.
Mynd: Getty Images
Í morgun varð það ljóst að Ísland mun mæta Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2020.

Rúmenar eru án þjálfara eftir að Cosmin Contra var rekinn eftir undankeppnina. Árangur liðsins í undankeppninni þótti ekki ásættanlegur.

Í yfirlýsingu frá rúmenska knattspyrnusambandinu er Contra þakkað fyrir hans störf og þá sérstaklega fyrir að hafa verið duglegur að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Alls léku 20 leikmenn sína fyrstu A-landsleiki undir hans stjórn.

„Ég vildi ekki kveðja með þessum hætti en svona er raunveruleikinn. Þegar ég tók við liðinu var það í 47. sæti FIFA-listans og ég skil við það í 29. sæti," segir Contra stýrði liðinu frá 2017-2019.

„Við náðum nokkrum flottum úrslitum í undankeppninni en lukkudísirnar voru ekki á okkar bandi. Það er ekki auðvelt verkefni að stýra kynslóðaskiptum og getumunurinn milli U21 landsliðsins og A-landsliðsins er mikill."

Hver tekur við?
Dan Petrescu, sem lék með Chelsea 1995-2000, er talinn líklegastur sem næsti þjálfari Rúmena. Petrescu lék 95 landsleiki fyrir Rúmeníu en fór út í þjálfun 2003 þegar leikmannaferlinum lauk.

Hann hefur víða komið við sem þjálfari og meðal annars starfað í heimalandinu, Póllandi, Rússlandi, Kína og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann er í dag þjálfari rúmenska meistaraliðsins Cluj.

Gheorg­he Hagi, besti fótboltamaður Rúmena frá upphafi, hefur einnig verið orðaður við starfið. Hagi er goðsögn hjá Galatasaray og lék einnig með Barcelona og Real Madrid.

Hann er fyrrum þjálfari Galatasaray en hefur undanfarin ár þjálfað Viitorul Constanta í Rúmeníu.

Þriðji sem hefur verið orðaður við starfið er svo Mirel Radoi, þjálfari U21-landsliðs Rúmena. Radoi var varnarmaður á ferli sínum og lék 67 leiki fyrir Rúmena.
Athugasemdir
banner
banner