Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 22. nóvember 2019 11:29
Magnús Már Einarsson
Rúmenar fyrir ofan Ísland á heimslistanum - 4. sæti í undankeppni
Icelandair
Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorge Hagi, er einn af aðalmönnunum hjá Rúmeníu.
Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorge Hagi, er einn af aðalmönnunum hjá Rúmeníu.
Mynd: Getty Images
Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum um sæti á EM á næsta ári en leikið verður á Laugardalsvelli fimmtudaginn 26. mars.

Ísland er í 40. sæti á heimslista FIFA í dag en Rúmenar eru í 29. sætinu. Sigurliðið mætir Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleik um sæti á EM.

Rúmenar enduðu í 4. sæti í undankeppni EM í vikunni en Spánn, Svíþjóð og Noregur voru öll fyrir ofan. Einu sigurleikir Rúmena í keppninni komu gegn Færeyjum og Möltu. Liðið gerði einnig tvö jafntefli við Noreg.

Fyrir síðustu tvær umferðirnar voru Rúmenar í séns á að komast beint á EM en 2-0 tap gegn Svíum um síðustu helgi gerðu þær vonir að engu. Rúmenar töpuðu síðan 5-0 gegn Spáni í lokaleik riðilsins.

Rúmenar duttu út í riðlakeppninni á EM 2016 en þeir voru ekki á meðal þátttökuþjóða á HM 2018.

Í fyrra var Rúmenía í C-deild í Þjóðadeildinni. Þar endaði liðið í 2. sæti riðilsins á eftir Serbum en á undan Svartfjallalandi og Litháen.

Heimslisti FIFA
29. Rúmenía
40. Ísland
50. Ungverjaland
61. Búlgaría

Lokastaðan í riðli Rúmena í undankeppni EM
1. Spánn 26 stig
2. Svíþjóð 21 stig
3. Noregur 17 stig
4. Rúmenía 14 stig
5. Færeyjar 3 stig
6. Malta 3 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner