Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 22. nóvember 2020 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Jó skoraði fyrir Hammarby - Lærisveinar Jóa úr fallsæti
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Getty Images
Jóhannes Harðarson.
Jóhannes Harðarson.
Mynd: IK Start
Aron Jóhannsson er að eiga frábært tímbil með Hammarby í Svíþjóð. Sóknarmaðurinn var á skotskónum í dag þegar Hammarby gerði jafntefli við Svíþjóðarmeistara Malmö.

Aron jafnaði metin á 35. mínútu í 1-1 en hann er búinn að skora 15 mörk í deild og bikar á tímabilinu. Hann hefur verið meiðslahrjáður síðustu ár en hefur náð að spila 22 leiki á þessari leiktíð og verið í stóru hlutverki.

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö sem er búið að vinna sænsku úrvalsdeildina. Hammarby er í fimmta sæti með 41 stig.

Noregur
Í norsku úrvalsdeildinni eru fjórir leikir búnir í dag. Íslendingalið Start er komið upp úr fallsæti eftir útisigur á Odd. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari Start og Guðmundur Andri Tryggvason er á mála hjá liðinu, en hann var ekki með í dag.

Start er núna einu stigi á undan Stromsgodset, sem er í 14. sæti. Stromsgodset er núna að spila við toppliði Bodö/Glimt. Liðið sem endar í 14. sæti fer í umspil við lið úr B-deildinni um sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð.

Axel Óskar Andrésson kom inn á sem varamaður undir lokin þegar Viking vann 2-1 sigur á Sarpsborg, en Íslendingaliðin Sandefjord og Mjondalen töpuðu. Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson komu báðir inn á sem varamenn Sandefjord í tapi gegn Haugesund. Dagur Dan Þórhallsson var ekki í hóp hjá Mjondalen í tapi gegn Kristiansund. Mjondalen er í 15. sæti, fimm stigum frá öruggu sæti og Sandefjord er í 11. sæti.

Danmörk
Hjörtur Hermannsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu þegar Bröndby vann 2-0 sigur á Vejle. Bröndby er í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig.

Grikkland
Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var ónotaður varamaður hjá PAOK í 2-1 sigri gegn PAS Giannina. PAOK er í þriðja sæti með 18 stig, en Sverrir hefur byrjað sex af átta leikjum liðsins á tímabilinu.

Ítalía
Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Padova sem tapaði 3-1 fyrir FeralpiSalo. Padova er í öðru sæti í sínum riðli í C-deildinni, tveimur stigum frá toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner