Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
banner
   mið 22. nóvember 2023 13:30
Elvar Geir Magnússon
Margir á útleið hjá Man Utd
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Casemiro hefur verið í meiðslabrasi og aldurinn færist yfir hann.
Casemiro hefur verið í meiðslabrasi og aldurinn færist yfir hann.
Mynd: Getty Images
Manchester Evening News segir að Manchester United hyggist losa að minnsta kosti tíu leikmenn í næstu tveimur félagaskiptagluggum.

David de Gea, Fred, Dean Henderson og Anthony Elanga voru meðal leikmanna sem yfirgáfu United í síðasta glugga og frekari hreinsanir eru fyrirhugaðar á komandi ári.

Erik ten Hag og hans lið hafa tapað níu af fyrstu átján leikjum sínum á tímabili.

Ten Hag vill fá inn nýjan miðvörð en gæti þurft að losa sig við varnarmann fyrst. Jonny Evans verður samningslaus á næsta ári og mun ólíklega fá nýjan samning en hann verður 36 ára í janúar. Þá er Raphael Varane ekki lengur lykilmaður og gæti farið. Victor Lindelöf og Harry Maguire hafa verið á undan Frakkanum í röðinni.

Lindelöf er samningsbundinn til 2024 en félagið er með klásúlu um að geta framlengt samninginn um eitt ár til viðbótar. Maguire er samningsbundinn til 2025.

Aaron Wan-Bissaka á sex mánuði eftir af sínum samningi og viðræður eru í gangi um mögulega framlengingu.

Þegar horft er á miðsvæðið hefur West Ham sýnt Scott McTominay áhuga. Sofyan Amrabat kom á láni frá Fiorentina. United er með möguleika á að kaupa marokkóska landsliðsmanninn en hann hefur ekki sýnt að hann sé framtíðarlausn fyrir félagið.

Aldurinn færist yfir Casemiro og Christain Eriksen og það gæti freistað United að reyna að fá pening fyrir þá.

Það þarf að taka ákvörðun um framtíð Anthony Martial en samningur franska sóknarmannsins rennur út næsta sumar. Martial hefur færst aftar í goggunarröðina eftir komu Rasmus Höjlund. Martial hefur ekki skorað úrvalsdeildarmark síðan í maí.

United hefur aðeisn skorað þrettán mörk í tólf úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu, færri en Everton sem er í nítjánda sæti. United virðist þurfa að endurnýja sóknarmöguleika sína.

Varamarkvörðurinn Tom Heaton og miðjumaðurinn Hannibal Mejbri eru aðrir leikmenn sem verða samningslausir á næsta ári. United er með ákvæði til að virkja tólf mánaða framlengingu á samningi Hannibal en ekkert þannig ákvæði er í samningi Heaton.
Athugasemdir
banner
banner
banner