Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. janúar 2020 09:11
Magnús Már Einarsson
Chelsea vill Cavani - Willian Jose til Tottenham?
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Nick Pope er orðaður við Chelsea.
Nick Pope er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Rúm vika er í að félagaskiptaglugginn loki og ensku blöðin eru með ýmsar vangaveltur í dag.



Tottenham vill fá Willian Jose (28) framherja Real Sociedad en hann er á leið til London í viðræður. (AS)

Chelsea hefur óskað eftir að fá Edinson Cavani (32) á láni frá PSG. (Times)

Faðir Cavani segir að leikmaðurinn muni fara til Atletico Madrid ef spænska félagið nær samkomulagi við PSG. (Guardian)

PSG vill fá að minnsta kosti 4,2 milljónir punda frá Arsenal fyrir vinstri bakvörðinn Layvin Kurzawa. Samningur Kurzawa rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt til Arsenal en félagið vill kaupa hann strax í sínar raðir. (Telegraph)

Real Madrid er tilbúið að selja Gareth Bale (30) aftur til Tottenham. (Telegraph)

Leicester er nálægt því að kaupa danska miðvörðinn Jannik Vestergaard (27) frá Southampton á fimmtán milljónir punda. (Sun)

Bayern Muchen ætlar ekki að kaupa Philippe Coutinho (27) þegar lánssamningur hans frá Barcelona rennur út. (Bild)
Tottenham er að undirbúa anað tilboð í Vedat Muriqi framherja Fenerbahce. (Aksam)

Sex félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá vinstri bakvörðinn Danny Rose (29) frá Tottenham í þessum mánuði. (Sky Sports)

Mykola Matviyenko (23) varnarmaður Shakhtar Donetsk er í viðræðum við Arsenal að sögn umboðsmanns hans. Mykola hefur líka verið orðaður við Manchester City. (Football.London)

Gabriel Martinelli (18) framherji Arsenal gæti gengið til liðs við Real Madrid og þrefaldað laun sín. (Mail)

West Ham hefur áhuga á að fá Dimitri Payet (32) aftur í sínar raðir frá Marseille. (Mail)

West Ham hefur áhuga á Ryan Fraser (25 ) kantmanni Bournemouth en hann verður samningslaus í sumar. Arsenal og Liverpool hafa einnig áhuga. (Mirror)

Valencia er að íhuga að fá Nicolas Otamendi (31) varnarmann Manchester City í sínar raðir. (Sun)

Everton hefur ennþá áhuga á Everton Soares (23) framherja Gremio. (Star)

Barcelona er að reyna að fá Rodrigo Moreno (28) framherja Valencia á láni eftir að hafa mistekist að fá Pierre-Emerick Aubameyang (30) á láni frá Arsenal. (Sport)

Brighton ætlar að kaupa miðjumanninn Aaron Mooy (29) á fimm milljónir punda en hann hefur verið í láni hjá félaginu frá Huddersfield. (Telegraph)

Watfod hefur boðið í Hassane Kamara (25) varnarmann Reims í Frakklandi. Crystal Palace og Brighton hafa líka áhuga. (Foot Mercato)

Chelsea er að íhuga að selja markvörðinn Kepa Arrizabalaga (25) í sumar og fá Nick Pope (27) frá Burnley í staðinn. (90min)

Tahith Chong (20) kantmaður Manchester United virðist á förum þegar samningur hans rennur út í sumar. (Goal.com)

Guiller Amor (19) og Rafa Mujica (21) eru á förum frá Leeds. (Yorkshire Evening post)
Athugasemdir
banner
banner
banner