Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 23. janúar 2021 17:55
Victor Pálsson
Ánægður því nú hættir fólk að nefna Özil
Mynd: Getty Images
Nigel Winterburn, fyrrum leikmaður Arsenal, er ánægður með að sjá Mesut Özil kveðja félagið en hann er að semja við Fenerbahce.

Það hefur mikið verið talað um framtíð Özil síðustu mánuði en hann var ekki valinn í leikmannahóp Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og hefur ekkert leikið á tímabilinu.

Nú er Özil loksins að kveðja félagið en hann hefur náð samkomulagi við tyrknenska stórliðið.

„Þetta er endirinn hjá Mesut Özil hjá Arsenal og þegar hlutirnir ganga ekki upp aftur þá er ekki hægt að tala um hvort hann eigi að vera í liðinu eða ekki. Það verður eitthvað nýtt til að ræða um," sagði Winterburn.

„Þetta er það rétta fyrir félagið. Þú getur ekki haft einhvern í liðinu sem er með gríðarleg gæði en hentar ekki. Þú verður að koma þeim burt og halda áfram."

„Hann er með mikil gæði og ég hef alltaf sagt það. Hann spilaði stórt hlutverk í góðu gengi Arsenal síðustu tvö eða þrjú tímabil en nú hefur allt verið á niðurleið."

Özil lék með Arsenal í tæp átta ár en hann kom til félagsins frá Real Madrid árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner